fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Kennara dreymdi um að fá frí daginn eftir og setti allt á hliðina – Gæti nú endað í fangelsi

Pressan
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum erum við bara mömmu litlu letidýr og langar til að vinna einhvern annan dag, en ekki í dag.

Gagnfræðikennarinn Paul Jackobs hlýtur að hafa upplifað þetta sterkt.

Starfsmaður í gagnfræðisskólanum Hazel Park í Michigan fann það sem virtist vera sprengjuhótun í kennslustofu 2. febrúar. Strax var haft samband við lögreglu sem hóf leit í húsnæðinu en fann ekkert. Fjölmennt lögreglulið var kallað út og um tíu hundar sem þefa uppi sprengjur. En eins og áður segir þá bar leitin ekki árangur. Lögreglu fór þá að gruna að ekki væri allt með felldu.

Umrædd kennslustofa tilheyrði áðurnefndum kennara, Paul Jackobs, og taldi lögregla fyrsta að Paul hefði séð hótunina og vanrækt að láta vita að henni. En svo fór þeim að gruna að þessi fertugi kennari hefði sjálfur komið hótuninni fyrir. En hvers vegna?

Nú til að verða sér úti um frídag.

Frídagurinn varð þó dýrkeyptur því nú hefur Paul verið ákærður fyrir að hóta skólanum, starfsmönnum og nemendum ofbeldi. Ef hann verður fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að árs fangelsi.

„Öryggi nemenda og starfsmanna er okkar forgangsmál,“ sagði yfirmaður skólaumdæmisins Amy Kruppe í bréfi til foreldra. Þar kom fram að skólinn umberi engar hótanir eða hrekki sem lúti að öryggi skólalóðarinnar og skólans, ekki í neinum kringumstæðum.

Varla þarf að taka það fram að Paul hefur verið vikið úr starfi sínu. Hann er því tæknilega komin í langþráð frí og gæti jafnvel hafa orðið sér um ársfrí í fangelsinu. Svo tæknilega tókst honum það sem hann ætlaði, en kannski ekki alveg.

Samkvæmt Detroit News er það orðinn ógnvekjandi vandi í Michigan að falskar sprengjuhótanir séu lagðar fram í skólum. Margir skólar í ríkinu hafa tekið á móti ógnandi símtölum sem síðar kom í ljós að engin alvara var að baki. Vanalega koma slík símtöl frá nemendum. Það er sjaldnar sem eitthvað á borð við þetta kemur frá kennara. Líklega er þetta einsdæmi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um