Þetta kemur fram á heimasíðu Pennsylvania University. Fram kemur að í knæpunni hafi verið sameiginlegt svæði til að neyta matar, bekkir, ofnar, ílát með matarleifum og meira að segja ísskápur sem nefndist „zeer“.
Þessi fundur bendir til að þarna hafi einn fyrsti bærinn á svæðinu verið.
Holly Pittman, prófessor í sagnfræði við Pennsylvania University, sagði að svæðið hafi haft mjög mikla þýðingu pólitískt, efnahagslega og trúarlega. Einnig sé ástæða til að ætla að töluvert margir hafi búið þarna því jarðvegurinn hafi verið frjósamur og íbúarnir duglegt handverksfólk.