fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Fleiri tré í borgum gætu komið í veg fyrir dauðsföll af völdum sumarhita

Pressan
Laugardaginn 11. febrúar 2023 10:00

Það væri gott að hafa fleiri tré í London. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef fleiri trjám væri plantað í borgum gæti það haft í för með sér að færri látist vegna síhækkandi sumarhita.

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar. Hún leiddi í ljós að það að auka það svæði sem tré þekja í borgum í 30% úr þeim 14,9% sem þau þekja að meðaltali í dag, geti dregið úr dauðsföllum af völdum hita um 39,5%.

The Guardian segir að þetta sé fyrsta rannsóknin þessarar tegundar og hafi hún náð til 93 evrópskra borga. Aðalhöfundur hennar, Tamara Lungman, sagði að þetta sé að verða sífellt mikilvægara mál því hitasveiflur í Evrópu verði sífellt öfgafyllri vegna loftslagsbreytinganna.

Hún sagði vitað að hár hiti í þéttbýli hefur neikvæð áhrif á heilsufar fólks, valdi til dæmis hjartavandamálum sem kalli á sjúkrahúsinnlagnir og valdi jafnvel dauða.

Vísindamennirnir notuðu gögn um dauðsföll til að áætla hugsanlega fækkun dauðsfalla ef hitinn lækkar vegna fleiri trjáa. Miðað við tölur frá 2015 komust þeir að þeirri niðurstöðu að af 6.700 ótímabærum dauðsföllum það árið vegna hærri hita í borgum, hefði verið hægt að koma í veg fyrir 2.644 dauðsföll ef fleiri tré hefðu verið til staðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni