Hún fann þrjá látna einstaklinga í íbúðarhúsnæði á Singsaker í gærkvöldi. Norska ríkisútvarpið hefur eftir Anne Haave, saksóknara hjá lögreglunni, að rannsóknin sé á byrjunarstigi og unnið sé út frá nokkrum kenningum. Ein þeirra sé að um morð og sjálfsvíg sé að ræða en eins og staðan sé núna geti lögreglan ekki sagt neitt frekar um hvað gerðist.
Hún lagði áherslu á að lögreglan telji ekki að hætta stafi að almenningi.
Hún vildi ekki veita upplýsingar um hin látnu, annað en að um fullorðið fólk sé að ræða, því ekki sé búið að bera kennsl á líkin.