fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Játar að hafa reynt að ráða leigumorðingja til að drepa ungling sem hann hafði sent kynferðislegar myndir

Pressan
Föstudaginn 10. febrúar 2023 20:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Michael Musbach, sem býr í New Jersey í Bandaríkjunum, á allt að tíu ára fangelsi yfir höfði sér fyrir að hafa reynt að ráða leigumorðingja til starfa. Átti leigumorðinginn að myrða ungling sem Musbach hafði sent kynferðislegar myndir til.

People skýrir frá þessu og segir að samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu hafi Musbach skipst á myndum og myndböndum við unglinginn sumarið 2015. Unglingurinn var þá 13 ára og bjó í New York.

Musbach kom fyrir dóm í síðustu viku og játaði þá að hafa reynt að fá leigumorðingja til að myrða unglinginn. Hann notaði vefsíðu, þar sem lofað var að séð yrði um morð gegn greiðslu í rafmynt, til að komast í samband við leigumorðingja.

Dómsmálaráðuneytið segir að þegar foreldrar unglingsins komust á snoðir um myndasendingarnar hafi þeir haft samband við lögregluna sem handtók Musbach, sem er 31 árs, og kærði fyrir dreifingu og vörslu barnakláms.

Eftir handtökuna ákvað Musbach að láta ráða fórnarlambið af dögum til að það gæti ekki vitnað gegn honum.

Hann var í reglulegu sambandi við eiganda fyrrgreindrar vefsíðu, sem var starfrækt á djúpnetinu, og spurði meðal annars hvort fórnarlambið væri of ungt. Hann greiddi síðan 40 bitcoin, sem svaraði þá til um 20.000 dollara, fyrir morðið. Þegar hann var krafinn um 5.000 dollara til viðbótar og eftir ítrekaðar tilraunir hans til að fá upplýsingar um hvenær verkið yrði unnið, hætti hann við og bað um að hætt yrði við morðið og að hann fengi endurgreitt.

Þá sagði eigandi vefsíðunnar honum að þetta væri platsíða og að hann myndi gera lögreglunni viðvart um fyrirætlanir Musbach.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?