Hún segist hafa miklar áhyggjur af því hvernig „ofbeldisfullt kynlíf er gert eðlilegt í klámi á netinu“ og þeim áhrifum sem það hefur á skilning barna á kynlífi og ástarsamböndum.
Hún sagði að stúlka hefði sagt sér að þegar hún kyssti 12 ára kærasta sinn í fyrsta sinn hefði hann „kyrkt“ hana því hann hafði séð það gert í klámi og taldi það eðlilegt.
Sky News skýrir frá þessu og hefur eftir de Souza að algengt sé að börn horfi á klám og að það hafi neikvæð áhrif á þau, þar á meðal að mikið af ungu fólki telji að stúlkur „vænti“ líkamlegrar aðgangshörku í kynlífi.
Meðal niðurstaðna rannsóknarinnar var að 47% fólks á aldrinum 16 til 21 árs telur að stúlkur „vænti“ líkamlegrar aðgangshörku í kynlífi. De Souza sagði að „sýning valdbeitingar og aðgangshörku sé algeng“ í klámi á Internetinu.
Einnig leiddi rannsóknin í ljós að margt ungt fólk telur að stúlkur vænti þess eða njóti þess að líkamleg aðgangsharka eða ofbeldi komi við sögu í kynlíf, til dæmis að þrengt sé að öndunarvegi þeirra eða þær slegnar með flötum lófa.
47% sögðust hafa tekið þátt í ofbeldisfullu kynlífi.
Rúmlega þriðjungur sagðist hafa leitað að ofbeldisfullu klámi á Internetinu.
Twitter er sá miðill þar sem flest börn höfðu séð klám eða 41%. Þar á eftir komu klámsíður, 37%, og Instagram, 33%.
1.000 ungmenni, á aldrinum 16 til 21 árs, búsett á Englandi tóku þátt í rannsókninni.