fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Börn niður í níu ára aldur sjá klám – 12 ára tók stúlku kyrkingartaki eftir koss af því að hann hafði séð það gert í klámi

Pressan
Föstudaginn 10. febrúar 2023 22:00

Mjög mörg börn sjá klám mjög ung að árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af hverjum tíu börnum hefur séð klám þegar það nær níu ára aldri. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem var gerð fyrir umboðsmann barna í Bretlandi, Dame Rachel de Souza.

Hún segist hafa miklar áhyggjur af því hvernig „ofbeldisfullt kynlíf er gert eðlilegt í klámi á netinu“ og þeim áhrifum sem það hefur á skilning barna á kynlífi og ástarsamböndum.

Hún sagði að stúlka hefði sagt sér að þegar hún kyssti 12 ára kærasta sinn í fyrsta sinn hefði hann „kyrkt“ hana því hann hafði séð það gert í klámi og taldi það eðlilegt.

Sky News skýrir frá þessu og hefur eftir de Souza að algengt sé að börn horfi á klám og að það hafi neikvæð áhrif á þau, þar á meðal að mikið af ungu fólki telji að stúlkur „vænti“ líkamlegrar aðgangshörku í kynlífi.

Meðal niðurstaðna rannsóknarinnar var að 47% fólks á aldrinum 16 til 21 árs telur að stúlkur „vænti“ líkamlegrar aðgangshörku í kynlífi. De Souza sagði að „sýning valdbeitingar og aðgangshörku sé algeng“ í klámi á Internetinu.

Einnig leiddi rannsóknin í ljós að margt ungt fólk telur að stúlkur vænti þess eða njóti þess að líkamleg aðgangsharka eða ofbeldi komi við sögu í kynlíf, til dæmis að þrengt sé að öndunarvegi þeirra eða þær slegnar með flötum lófa.

47% sögðust hafa tekið þátt í ofbeldisfullu kynlífi.

Rúmlega þriðjungur sagðist hafa leitað að ofbeldisfullu klámi á Internetinu.

Twitter er sá miðill þar sem flest börn höfðu séð klám eða 41%. Þar á eftir komu klámsíður, 37%, og Instagram, 33%.

1.000 ungmenni, á aldrinum 16 til 21 árs, búsett á Englandi tóku þátt í rannsókninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar