fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Sagði af sér eftir að hafa verið gripinn glóðvolgur við klámáhorf á þingi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 22:30

Mynd/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zvonimir Stević, þingmaður sósíalistaflokksins í Serbíu, var gripinn glóðvolgur við klámáhorf á þingi.

Hann var að horfa á klámmyndband í símanum sínum á meðan forseti Serbíu, Aleksandar Vučić, ávarpaði þingið.

Þingmenn voru samankomnir til að ræða um samband Serbíu við Kósóvó og tilraunir þeirra til að koma Serbíu inn í Evrópusambandið. En helsta baráttumál Framfaraflokksins, flokkur forsteans, hefur verið Evrópusambandsaðild Serbíu.

Myndband sem sýnir Stević horfa á klámfengið myndband í tæpar tvær mínútur fór á dreifingu um netheima og síðan fóru serbneskir miðlar að fjalla um það. Utanríkisráðherra Serbíu og leiðtogi Sósíalistaflokksins, Ivica Dačić, sagði þetta vera skandal og að Stević ætti að segja af sér.

„Hvar sem þú birtist, hvað sem þú segir þá verðuru alltaf þekktur sem þingmaður kláms,“ sagði Dačić

Flokksmenn Zvonimir Stević voru einnig síður en svo sáttir með hann.

Stević sagði að hann vilji það sem best er fyrir flokkinn sinn og sagði hann af sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar