Stjórnandi sérhæfðs leitarteymis sem undanfarin sólarhring hefur fínkembt ánna Wyre í Lancashire-sýslu í Norðvestur-Englandi segist fullviss um að það að Nicola Bulley, sem hvarf sporlaust fyrir tólf dögum. hafi ekki drukknað í ánni eins og kenning lögreglunnar hefur gengið út á. Þetta kemur fram í umfjöllun Daily Mail.
Eins og komið hefur fram hvarf Bulley, sem er móðir tveggja stúlka, níu og sex ára, ásamt sambýlismanni sínum Paul Ansell, skyndilega þegar hún var í morgungöngu með hundinn sinn, Willow, við árbakkann í bænum St Michael’s on Wyre í Lancashire-sýslu í Norðvestur-Englandi þann 27. janúar síðastliðinn. Það eina sem fannst var síminn hennar á bekk við ánna, sem enn var tengdur inn á vinnufjarfund á Teams, sem og hundurinn skammt frá.
Kenning lögreglu hefur gengið út á að Bulley hafi einhvern veginn fallið í ánna og drukknað, þrátt fyrir að hún hafi verið öflug sundkona og áin grunn og straumurinn ekki þungur. Peter Faulding, sem stjórnar leitarteymi sem sérhæfir sig í að finna lík fólks í ám og vötnum, hefur undanfarinn sólarhring stýrt leit í ánni með rándýrum sónartækjum.
Hann fullyrðir í samtali við Daily Mail að ef lík Bulley væri í ánni þá væri það fundið og telur afar ólíklegt að hún hafi drukknað í ánni. Þá gefur hann lítið fyrir þær vangaveltur að áin hafi hrifið líkama Bulley með sér og fleytt henni til sjávar. Hann hafi 20 ára reynslu af leitum sem þessum og sé þess fullviss að líkami Bulley hafi ekki færst langt niður eftir ánni, hafi hún á annað borð drukknað í henni. „Það er mjög lítill straumur hér og samkvæmt minni reynslu færast lík lítið úr stað í aðstæðum sem þessum,“ segir Faulding..
Greinir hann Daily Mail frá því að hann hafi skapað sér óvild hjá lögreglunni með því að segjast fullviss um að þriðji aðili hafi komið að hvarfi hennar, sem vakið hefur þjóðarathygli á Bretlandseyjum.