The Guardian segir að á Facebooksíðu garðsins hafi verið tilkynnt um þennan merka fund. Þetta er stytta af manni og er hún í fullri stærð. Segja sérfræðingar að hún sé af Herkúlesi.
Hafist var handa við viðgerð á holræsakerfinu eftir að nokkrar lagnir brotnuðu en það hafði jarðsig í för með sér. Grafa þurfti niður á 20 metra dýpi til að gera við lagnirnar og eins og svo oft er í Róm, þegar þarf að grafa, voru fornleifafræðingar viðstaddir.