Hér nefnum við nokkur atriði til sögunnar sem eiga við um fólk sem hefur verið einhleypt í langan tíma.
Þú þróar undarlegar venjur með þér. Þú ert ekki viss um að þú getir nokkru sinni búið með einhverjum aftur því þú vilt ekki játa að þú talar við brauðristina og dansar um nakin(n) við góða tónlist.
Þú vilt ekki deila hlutum með öðrum. Af hverju að deila pítsu með öðrum þegar hver getur fengið sína pítsu?
Fólk hættir alveg að spyrja þig hvernig ástarlífið gengur. Það sama á einnig við um aðra hluti, þú losnar við pirrandi spurningar því fólk veit að svarið er alltaf hið sama.
Þú ert bara með hluti heima hjá þér, sem þér finnst flottir.
Þú gerðir prófíl á stefnumótasíðu fyrir nokkrum árum en þegar þú lest hann núna, þá kannastu ekki við hann. Ný-einhleypa þú var allt önnur persóna en einhleypa þú í dag.
Þú manst ekki hvenær þú kysstir einhvern síðast og það sem er enn verra. Það sama gildir um kynlífið þitt. Þú manst ekki hvenær þú stundaðir kynlíf, með einhverjum öðrum, síðast.
Þú hræðist ekki að fara ein(n) í bíó eða kaffihús.
Þú hefur neyðst til að finna þér nýja einhleypa vini því þeir gömlu eru allir gengnir út.
Þú notar eldavélina mjög sjaldan en hins vegar ert þú meistari í að panta skyndibitamat og fá þér skyr.
Þú ert frábær í að stunda kynlíf með sjálfum/sjálfri þér. Það eru til unglingspiltar sem fitla minna við sig en þú fitlar við þig.