fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Missti höfuðið í slysi – Nú fær fjölskylda hennar 1,4 milljarða í bætur

Pressan
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Esther Nakajjigo, 25 ára aðgerðasinni, var á leið út úr Arches þjóðgarðinum í Utah árið 2020 ásamt manni sínum átti hörmulegt slys sér stað. Ólæst járnhlið losnaði í sterkum vindi og lenti á bíl þeirra.

Hliðið skarst í gegnum bílinn og farþegasætið og skar höfuðið af Esther. Maður hennar, Ludovic Michaud, slapp lifandi frá þessu hörmulega slysi. Þau höfðu verið gift í nokkra mánuði.

Los Angeles Times segir að nú hafi foreldrar hennar og eiginmaður fengið sem svarar til um 1,4 milljarða íslenskra króna í bætur vegna slyssins.

Þau stefndu Utah fyrir dóm og sögðu ríkið bera ábyrgð á slysinu að hluta því það hefði ekki sinnt viðhaldi í þjóðgarðinum. Þau kröfðust sem svarar til um 20 milljarða króna í bætur en ríkið bauð sem svarar til um 460 milljóna króna í bætur. Niðurstaðan varð eins og fyrr sagði 1,4 milljarðar.

Nakajjigo var frá Úganda en flutti til Colorado 2019. Í Úganda var hún þekkt baráttukona fyrir mannréttindum.

Þegar hún var ung sá hún 14 ára stúlku látast af barnsförum. Þetta hafði mikil áhrif á hana og tók hún allt sparifé sitt út úr banka og notaði til að opna heilsugæslustöð sem bauð barnshafandi konum í Úganda upp á ókeypis heilbrigðisþjónustu.

Hún stóð síðan að baki vikulegra sjónvarpsþátta sem áttu að hjálpa mæðrum á unglingsaldri við að halda áfram að mennta sig. SÞ hrósuðu vinnu hennar og hún var kjörin „Unga manneskja ársins“ í Úganda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?