fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Nýbakaðri móður er illa brugðið yfir bréfi frá vinkonum sínum – „Okkur er alveg sama“

Pressan
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 06:45

Mæðgur á gangi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir hugsa eflaust með sér að þeir muni ekki falla í þessa gryfju ef þeir eignast börn. En þegar barnið lítur dagsins ljós er erfitt að stilla sig um að birta myndir af því á samfélagsmiðlum.

Myndir af því að borða, leika sér og bara vera til.

Það er auðvitað stórmerkilegt að eignast barn og góðir vinir ættu því að geta séð í gegnum fingur sér þegar hver myndin á fætur annarri birtist af barninu. Nú ef ekki, þá hljóta þeir bara að eyða þér af vinalistanum.

En hópur ástralskra vinkvenna gerði svolítið allt annað að sögn MailOnline.

Þær skrifuðu bréf til vinkonu sinnar, Jade Ruthven, sem var nýbúin að eignast dótturina Addison:

„Jade, ég er búin að tala við nokkrar af stelpunum og við erum allar svo ÞREYTTAR á sífelldum færslum þínum um líf þitt og allt sem Addy gerir. Taktu eftir, við eigum allar börn sem við erum heillaðar af, vittu til, öllum foreldrum finnst börnin þeirra langbest. En við troðum því ekki niður í kokið á öllum öðrum!!!! Hún er í nýjum fötum – taktu mynd og sendu hana í einkaskilaboðum til þess aðila sem gaf henni þau – ekki til allra!!!! Okkur er alveg sama.“

Síðan héldu þær áfram og skrifuðu:

„Stoppaðu nú við og hugsaðu þig um, ef hver einasta móðir birti allt á samfélagsmiðlum um barnið sitt er ég viss um að þú yrðir fljótt þreytt á því. Við getum ekki beðið eftir að þú byrjir að vinna. Þá hefur þú kannski ekki eins mikinn tíma til að vera á Facebook. Addy er frábær og við elskum hana allar en börnin okkar eru líka frábær. Ég held að þú reitir marga til reiði með þessu „Addy hér, Addy þar“. Við héldum allar að það myndi draga úr þessu eftir fyrsta mánuðinn en það hefur ekki gerst.“

Jade brá mikið þegar hún las bréfið og segist hafa nötrað af reiði yfir að svokallaðar vinkonur hennar séu svo hjartalausar og hafi ekki kjark til að skrifa undir bréfið með nafni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi