Þetta er líklegast fallegasta myndbandið sem þú sérð í dag. Það er af Emmy, þriggja ára, þegar hún kom fram á danssýningu í Massachusetts í Bandaríkjunum í desember.
Í fyrstu var hún ekki viss um hvort fjölskyldan hennar væri á staðnum til að sjá sýninguna en það glaðnaði heldur betur yfir henni þegar hún sá foreldrar hennar, afar og ömmur, frænkur og frændur og yngri systur voru í salnum.