Hún hafði því ekki hugmynd um að um eldgamla og mjög verðmæta biblíu er að ræða. Því komst hún að þegar maður, sem þekkir vel til biblía, sá biblíuna og skoðaði hana. TV2 segir að hann hafi séð að um 434 ára gamla biblíu var að ræða.
Þetta er ein fyrsta biblían sem var þýdd á dönsku. Hún var prentuð 1589 þegar Friðrik II var konungur Danmerkur. Um áttatíu eintök eru enn til af þessari biblíu.
Þegar biblían var prentuð voru rétt rúmlega 50 ár liðin frá siðaskiptunum en fram að þeim voru allar biblíur skrifaðar á latínu.
Þegar Else komst að því að biblían væri mikils virði ákvað hún að selja hana þrátt fyrir að hún hefði mikið tilfinningalegt gildi fyrir hana. Hún fékk sem svarar til rúmlega 800.000 íslenskra króna fyrir hana.
Í samtali við TV2 sagðist hún hafa hugsað með sér að biblían yrði að komast á góðan stað áður en hún gefur sjálf upp öndina.
Það var Gangstedfonden sem keypti biblíuna og gaf sjóðurinn Lolland-Falster sókninni hana síðan.