Lokað var á hann hjá Facebook og Instagram eftir árás stuðningsfólks hans á bandaríska þinghúsið í janúar 2021.
Trump fékk nýlega aftur aðgang að Twitter eftir langa útilokun.
The New York Times segir að reikna megi með að Trump fái aðganga sína á Facebook og Instagram virkjaða á nýjan leik á næstu vikum. Hann er með mörg hundruð milljónir fylgjenda á þeim.
Trump bað um að fá aftur að nota aðganga sína á Facebook og Instagram til að hann geti notað þá í kosningabaráttunni en hann hefur tilkynnt að hann sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins á næsta ári.