fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Brutu internetið og ráðast í róttækar breytingar

Pressan
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsnammi“ sælgætisins M&M er komið í ótímabundið leyfi eftir að fyrirtækið „braut Internetið“ á síðasta ári.

Framleiðandi M&M ákvað á síðasta ári að gera breytingar á svonefndu „talsnammi“ en um er að ræða M&M fígúrur. Í þessari breytingu fólst að græna M&M-ið, sem er kvenkyns, fékk strigaskó í staðinn fyrir stígvélin sem sælgætisfígúran klæddist áður og brúna M&M-ið fékk lægri hæla

Þetta fór öfugt ofan í þó nokkra sem töldu sælgætið hafa verið svipt kynþokka sínum. Hinn umdeildi fjölmiðlamaður Tucker Carlson hjá FOX-sjónvarpsstöðinni gagnrýndi breytinguna harðlega og sagði: M&M verður ekki ánægt fyrr en hver einasta teiknimyndapersóna er orðin verulega óaðlaðandi og algjörlega kynlaus. Alveg upp að því marki að þið myndi ekki langa að fá þér drykk með nokkrum þeirra. Það er markmiðið.“

Ekki óraði framleiðanda M&M fyrir þessum viðbrögðum og á dögunum birti fyrirtækið eftirfarandi skilaboð á Twitter:

„Ameríka, tölum saman. Á síðasta ári gerðum við nokkrar breytingar á elskaða talsnammi okkar. Við vorum ekki viss um að nokkur myndi taka eftir því. Og okkur datt ekki til hugar að þetta myndi brjóta Internetið. En nú skilum við þetta – jafnvel skófatnaður sælgætis getur verið stuðandi. Sem var það seinasta sem M&M vildi þar sem við snúumst um að sameina fólk.

Þess vegna höfum við ákveðið að senda talsnammið í ótímabundið hlé. Þeirra í stað erum við stolt að geta kynnt talsmann sem Ameríkanar geta fellt sig við: hina elskuðu Maya Rudolph. Við erum viss um að fröken Rudolph muni standa sig vel í því að nota kraft skemmtunar til að skapa veröld sem öllum finnst þau geta tilheyrt.“

Þó svo fyrirtækið segi í tilkynningu sinni að það hafi ekki ætlað að „brjóta internetið“ hefur tilkynningin aftur vakið M&M umræðunna. Þar veltir fólk því fyrir sér hvert heimurinn er kominn þegar það þarf að leggja teiknimyndapersónur til hliðar því þær voru ekki nægilega kynþokkafullar á meðan aðrir benda á að rétttrúnaður sé að eyðileggja heiminn. Enn aðrir telja að fyrirtækið hafi, með því að losa sig við talsnammið, látið undan þrýstingi frá íhaldsmönnum á borð við Tucker Carlson.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana