Plánetan fannst með hjálp gagna frá Transiting Exoplanet Survey Satellite. Hún hefur fengið nafnið TOI 700 e. Þetta er fimmt plánetan af þessari gerð nærri dvergstjörnunni TOI 700.
NASA segir að þessi pláneta sé sérstaklega áhugaverð því hún er 95% af stærð jarðarinnar. Hún er auk þess úr steini og á byggilega svæðinu á braut um stjörnuna. Það opnar á möguleikann að þar sé vatn.
Emily Gilbert, hjá NASA, segir að þetta sé eitt fárra sólkerfa, þar sem eru margar litlar plánetur á byggilega svæðinu, sem við vitum um. Pláneta e er um 10% minni en pláneta d sagði hún.
TOI-sólkerfið er í um 101 ljósára fjarlægð og því munum við ekki skjótast þangað til að rannsaka það nánar.