Það liggur ljóst fyrir að ef geimverur myndu setja sig í samband við okkur á morgun, þá er mannkynið illa undir það búið og því verður að breyta sem fyrst að mati vísindamannanna.
„Sjáðu hvernig við klúðruðum hlutunum þegar COVID skall á. Við verðum eins og hauslausar hænur,“ sagði John Elliot, einn af forsvarsmönnum nýju rannsóknarstöðvarinnar, í samtali við The Guardian.
Hann sagði að við höfum ekki efni á að vera illa undir þetta búin. Þetta sé eitthvað sem geti gerst hvenær sem er og að við höfum ekki efni á að klúðra hlutunum.
Meginverkefni SETI er að skanna himinhvolfið og leita að merkjasendingum og öðrum ummerkjum um tilvist vitsmunavera á öðrum plánetum. Hlutverk Elliot og félaga hans er hins vegar að spyrja hvað gerist næst? Þá er átt við eftir að við komumst í samband við vitsmunaverur.
Verkefni Elliot er að samhæfa alþjóðleg viðbrögð ef geimverur setja sig í samband við okkur. Þetta er stórt og umfangsmikið verkefni sem krefst mikillar pappírsvinnu og skriffinnsku.
Hann sagði the Guardian að þörf sé á áætlunum og að draga upp ólíkar sviðsmyndir til að öðlast skilning á hvað þurfi að gera og hvernig.