Science Alert segir að samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá hafi það að sleppa einni máltíð á dag auknar líkurnar í för með sér á því að deyja ótímabærum dauða. Það að sleppa morgunmat jók líkurnar á því að deyja úr hjartasjúkdómum en það að sleppa hádegisverði eða kvöldverði jók líkurnar á öllum tegundum dánarorsaka.
Einnig kom í ljós að þeir sem ekki slepptu úr máltíð voru í aukinni hættu á að deyja ef innan við fjórar og hálf klukkustund liðu á milli máltíða.
Niðurstöður rannsóknarinnar virðast flækja kenningar um að fasta geti verið góð fyrir heilsuna því þær benda til að það sé mjög mikilvægt að borða reglulega til að líkaminn fái orku.
„Rannsóknin okkar leiddi í ljós að þeir sem borða aðeins eina máltíð á dag eru líklegri til að deyja en þeir sem borða fleiri máltíðir,“ sagði Yangbo Sun, hjá University of Tennessee, sem vann að rannsókninni, og bætti við að út frá niðurstöðunum ráðleggi vísindamennirnir fólki að borða að minnsta kosti tvær til þrjár máltíðir á dag.
Rannsóknin hefur verið birt í Journal of the Academy of Nutrition and Dietetics.