fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Það getur verið verra fyrir fólk að sleppa úr máltíð en áður var talið

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. janúar 2023 16:30

Sleppir þú máltíðum úr?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ansi auðvelt að gleyma sér í annríki dagsins og sleppa máltíð eða jafnvel tveimur. Sumir gera það meira að segja kannski af ásettu ráði. En það er rétt að hugsa sig um áður en máltíð er sleppt því það getur haft alvarlegar afleiðingar.

Science Alert segir að samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá hafi það að sleppa einni máltíð á dag auknar líkurnar í för með sér á því að deyja ótímabærum dauða. Það að sleppa morgunmat jók líkurnar á því að deyja úr hjartasjúkdómum en það að sleppa hádegisverði eða kvöldverði jók líkurnar á öllum tegundum dánarorsaka.

Einnig kom í ljós að þeir sem ekki slepptu úr máltíð voru í aukinni hættu á að deyja ef innan við fjórar og hálf klukkustund liðu á milli máltíða.

Niðurstöður rannsóknarinnar virðast flækja kenningar um að fasta geti verið góð fyrir heilsuna því þær benda til að það sé mjög mikilvægt að borða reglulega til að líkaminn fái orku.

„Rannsóknin okkar leiddi í ljós að þeir sem borða aðeins eina máltíð á dag eru líklegri til að deyja en þeir sem borða fleiri máltíðir,“ sagði Yangbo Sun, hjá University of Tennessee, sem vann að rannsókninni, og bætti við að út frá niðurstöðunum ráðleggi vísindamennirnir fólki að borða að minnsta kosti tvær til þrjár máltíðir á dag.

Rannsóknin hefur verið birt í Journal of the Academy of Nutrition and Dietetics.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær