fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Spann blekkingavef til að komast undan kærustunni á áramótunum – Hefði betur sleppt því

Pressan
Mánudaginn 16. janúar 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralskur maður hefur verið ákærður fyrir að hafa sviðsett sitt eigið mannrán – allt til þess að komast upp með að verja áramótunum með ástkonu sinni fremur en kærustunni.

Um afar furðulegt mál er að ræða. Maðurinn, 35 ára Ástrali að nafni Paul Iera, var handtekinn á fimmtudaginn og ákærður fyrir að falskar ásakanir sem og að hafa orðið til þess að lögreglurannsókn var hafin án þess að þess hafi þurft.

Iera er sakaður um að hafa sett á svið sitt eigið mannrán og þar með kostað ástralska ríkið gífurlega peninga sem og sóað tíma lögreglu.

Er hann sakaður um að hafa yfirgefið heimili sitt skömmu fyrir miðnætti á gamlársdag og sagt kærustu sinni að hann væri að fara að hitta mann í nágrenninu. Síðan hafi kærastan fengið skilaboð frá meintum ræningja.

Ræninginn hafi sagt að Iera væri haldið gegn hans vilja og honum yrði sleppt um morguninn ef hann gæfi ræningjanum hjólið sitt.

Kærastan hafði þó ekki þolinmæðina til að bíða til morguns, enda áhyggjufull, svo hún hafði samband við lögregluna og greindi þeim frá því að kærasta hennar væri haldið í gíslingu.

Við rannsókn kom þá á daginn, þegar eftirlitsmyndavélar voru skoðaðar, að Iera hafði gengið hinn rólegasti heim til ástkonu sinnar, með „yfirnæturpoka“ sem er orð notað yfir bakpoka eða tösku sem inniheldur aukaföt og annað sem maður þarf ef maður gistir ekki heima hjá sér.

Lögreglan sagði í tilkynningu eftir að Ieara var leiddur fyrir dóm: „Það kom á daginn að maðurinn er talinn hafa skáldað söguna um sitt eigið rán.“

Daginn eftir skutlaði ástkonan Ieara svo að bílnum sínum.

Iera hélt sig þó við söguna þegar lögreglan náði í hann – honum hafi verið rænt en svo skilað til að bíða frekari fyrirmæla. Lögreglan lagði þó enga trú á þetta og sagði lýsingar Ieara á þeim bíl sem hann átti að hafa verið numinn á brott í, ekki sjást á neinum upptökum.

Líklega verða áramótin því Iera dýrkeypt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?