fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Fundu karlmann bundinn í búningsklefa kvenna – Ekki var allt sem sýndist

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. janúar 2023 20:00

Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Kolding á Jótlandi í Danmörku var með mikinn viðbúnað á laugardagsmorguninn þegar henni var tilkynnt að karlmaður hefur fundist bundinn í búningsklefa kvenna í Slotssøbadet.

Maðurinn sagði að óþekktir menn hefðu neydd hann til að opna fyrir þá svo þeir kæmust inn í sundlaugina. Þar hafi þeir stolið reiðufé og síðan farið með hann inn í búningsklefann og bundið. Hann var með lykla að húsnæðinu þar sem hann sér um að koma með vörur þangað.

Hendur hans voru bundnar saman með spennu en hann var ekki með neina áverka og ekkert benti til að hann hefði lent í átökum.

Allt vakti þetta ákveðnar grunsemdir hjá lögreglunni og við yfirheyrslur yfir manninum játaði hann að hafa sjálfur stolið peningunum og bundið hendur sínar með spennu.

Þess utan eru eftirlitsmyndavélar í sundlauginni og á upptökum þeirra sást vel að maðurinn stal peningunum og fór síðan eins síns liðs inn í búningsklefann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin