Maðurinn sagði að óþekktir menn hefðu neydd hann til að opna fyrir þá svo þeir kæmust inn í sundlaugina. Þar hafi þeir stolið reiðufé og síðan farið með hann inn í búningsklefann og bundið. Hann var með lykla að húsnæðinu þar sem hann sér um að koma með vörur þangað.
Hendur hans voru bundnar saman með spennu en hann var ekki með neina áverka og ekkert benti til að hann hefði lent í átökum.
Allt vakti þetta ákveðnar grunsemdir hjá lögreglunni og við yfirheyrslur yfir manninum játaði hann að hafa sjálfur stolið peningunum og bundið hendur sínar með spennu.
Þess utan eru eftirlitsmyndavélar í sundlauginni og á upptökum þeirra sást vel að maðurinn stal peningunum og fór síðan eins síns liðs inn í búningsklefann.