Kynfærin verða ánægðari, sambandið við makanna verður betra og líkaminn heilbrigðari að því er segir í umfjöllun Elite Daily.
Þú sefur betur
Eftir því sem The American Academy of Sleep Medicine segir þá lækkar líkamshitinn á nóttunni. Líkaminn er hannaður til að komast af með lægri hita þegar sofið er en það þýðir að svefninn verður dýpri. Ef þú ert í náttfötum getur þú komið í veg fyrir þessa eðlilegu hitalækkun og þannig eyðileggur þú djúpa svefninn. Nóttin verður sem sagt miklu betri ef þú pakkar þér ekki inn í bómull frá toppi til táar.
Loftið leikur um kynfærin
Það er mikilvægt að loft fái að leika um kynfærin. Að sofa nakin(n) getur bætt heilbrigði kynfæranna því rakt umhverfi gerir þetta svæði að fullkomnu svæði fyrir bakteríur og sveppi. Með því að sofa nakin(n) loftar þú út á þessu svæði og heldur því þurru og heilbrigðu.
Þér finnst þú næstum vera kynæsandi
Það er auðvitað bara meira kynæsandi að sofa nakin(n) og vakna þannig við hliðina á kærasta/kærustu. Þið verðið einnig mun afslappaðri þegar kemur að nekt.
Þú grennist
Með því að sofa nakinn getur þú dregið úr magafitu og jafnvel lækkað blóðfitumagnið. Hátt hitastig í svefnherberginu eykur líkurnar á hinum ýmsu lífsstílssjúkdómum. Slæmur svefn getur gert okkur feit af því að hitinn dregur úr hinni náttúrulegu brennslu sem á sér stað á nóttinni.
Þú getur sleppt morgunbaðinu
Ef þú sefur nakin(n) svitnar þú minna og það þýðir auðvitað að þú vaknar ekki á floti og angandi af svitalykt. Þannig getur þú sparað þér morgunbaðið.