The Guardian skýrir frá þessu og segir að vonir hafi vaknað hjá mörgum, um að þeir geti fundið fjársjóðinn, eftir að þjóðskjalasafnið birti fjársjóðskortið. X er merkt inn á kortið og á það að sýna hvar fjársjóðurinn er grafinn.
Fjársjóðurinn er í fjórum skotfærakössum en hann samanstendur af mynt, úrum, skartgripum, demöntum og öðrum eðalmálmum. Talið er að verðmæti hans í dag sé sem svarar til tæplega þriggja milljarða íslenskra króna.
Annet Waalkens, ráðgjafi hjá þjóðskjalasafninu, sagði að margir rannsakendur, blaðamenn og áhugafornleifafræðingar hafi mikinn áhuga á skjölunum, en auk fjársjóðskortsins voru um 1.300 skjöl gerð opinber. En hvort einhverjum tekst að finna fjársjóðinn er síðan annað mál.