Þetta kom nýlega fram fyrir dómi þegar mál móðurinnar var tekið fyrir. Metro skýrir frá þessu. Fram kemur að móðirin hafi fylgt dóttur sinni á sjúkrahúsið og hafi reynt að trufla hjúkrunarfólk svo hún gæti átt við mat dóttur sinnar. Hún reyndi síðan að kenna föður hennar um ofbeldið eftir að það komst upp um hana.
Móðirin játaði sök fyrir dómi og var dæmd í rúmlega fjögurra ára fangelsi.
Fyrir dómi kom fram að sambandi hennar og barnsföðurins hafi lokið um þremur mánuðum eftir að stúlkan fæddist snemma árs 2018.
Frá sumrinu 2018 og næstu mánuði var farið oftar með stúlkuna til heimilislæknis og á barnasjúkrahús en reikna mátti með að þörf hafi verið á. Læknar áttu í erfiðleikum með að átta sig á veikindum stúlkunnar en í febrúar 2019 fór hún að sýna fyrstu einkenni mikillar kalsíum neyslu og mikillar saltneyslu. Einnig tóku læknar eftir að stúlkan var mjög þyrst.
Blóðsýni sýndu að óeðlilega mikið magn af natríni var í blóði hennar og leiddi það til þess að læknar ályktuðu að eitrað hefði verið fyrir henni með salti.
Böndin beindust að móðurinni en hún sakaði föðurinn um að hafa eitrað fyrir stúlkunni og hafi hann stöðu grunaðs á meðan á rannsókn málsins stóð.