fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Ungabarn lá vikum saman á sjúkrahúsi eftir að móðir þess eitraði fyrir því

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. janúar 2023 20:00

485221499

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrettán mánaða barn lá á sjúkrahúsi vikum saman og kastaði upp nær daglega. Ástæðan var að móðir barnsins, sem er stúlka, hafði eitrað fyrir henni með salti.

Þetta kom nýlega fram fyrir dómi þegar mál móðurinnar var tekið fyrir. Metro skýrir frá þessu. Fram kemur að móðirin hafi fylgt dóttur sinni á sjúkrahúsið og hafi reynt að trufla hjúkrunarfólk svo hún gæti átt við mat dóttur sinnar. Hún reyndi síðan að kenna föður hennar um ofbeldið eftir að það komst upp um hana.

Móðirin játaði sök fyrir dómi og var dæmd í rúmlega fjögurra ára fangelsi.

Fyrir dómi kom fram að sambandi hennar og barnsföðurins hafi lokið um þremur mánuðum eftir að stúlkan fæddist snemma árs 2018.

Frá sumrinu 2018 og næstu mánuði var farið oftar með stúlkuna til heimilislæknis og á barnasjúkrahús en reikna mátti með að þörf hafi verið á. Læknar áttu í erfiðleikum með að átta sig á veikindum stúlkunnar en í febrúar 2019 fór hún að sýna fyrstu einkenni mikillar kalsíum neyslu og mikillar saltneyslu. Einnig tóku læknar eftir að stúlkan var mjög þyrst.

Blóðsýni sýndu að óeðlilega mikið magn af natríni var í blóði hennar og leiddi það til þess að læknar ályktuðu að eitrað hefði verið fyrir henni með salti.

Böndin beindust að móðurinni en hún sakaði föðurinn um að hafa eitrað fyrir stúlkunni og hafi hann stöðu grunaðs á meðan á rannsókn málsins stóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni