fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Fyrrum lögreglumaður dæmdur í 100 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. janúar 2023 22:30

Dennis Perkins. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dennis Perkins, 47 ára fyrrum lögreglumaður, mun eyða því sem hann á eftir ólifað í fangelsi. Hann var dæmdur í 100 ára fangelsi fyrir fjölda kynferðisbrota, þar á meðal barnaníð, og önnur brot.

The Guardian segir að hann hafi játað ýmis kynferðisbrot, þar á meðal nauðgun, vörslu barnakláms og fyrir að eyðileggja mat með eiturefnum.

Hann á ekki möguleika á að fá reynslulausn. Kveðið er á um það í samningi hans við saksóknara eftir játningu hans. Saksóknari samdi við hann til að forða ungum fórnarlömbum hans frá því að koma fyrir dóm til að bera vitni.

Áður en hann var handtekinn árið 2019 hafði hann starfað í 17 ár sem lögreglumaður hjá lögreglunni í Livingstone, nærri höfuðborg Louisiana, Baton Rouge.

Hann og nú fyrrum eiginkona hans, Cynthia Perkins, voru handtekin 2019. Hún var dæmd í 41 árs fangelsi eftir að hafa játað hluta af þeim brotum sem hún var ákærð fyrir.

Þau voru bæði ákærð fyrir nauðgun, tilraun til nauðgunar, framleiðslu barnakláms og fleiri brot. Barn, yngra en 13 ára, var fórnarlamb þeirra í flestum þessara brota.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi