fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Slökkti á súrefnisvél herbergisfélagans því lætin fóru í taugarnar á henni – „Nú er hún í fangelsi sem gömul og hrum kona“

Pressan
Fimmtudaginn 12. janúar 2023 16:43

Mynd frá Mannheim/PXhere

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellilífeyrisþegi í Þýskalandi er grunuð um að hafa drepið herbergisfélaga sinn þar sem súrefnisvél, sem herbergisfélaginn notaðist við, fór í taugarnar á henni. 

Hatun C. er 73 ára og var sjúklingur á Covid-deildinni á sjúkrahúsi í Mannheim Þýskalandi. Hún er sögð hafa í tvígang slökkt á súrefnisvél herbergisfélaga síns þar sem lætin í vélinni fóru í taugarnar á henni og héldu fyrir henni vöku. Herbergisfélaginn, hin 79 ára Hilal K, lét lífið í kjölfarið sökum súrefnisskorts.

Hatun C. hefur verið handtekin og er grunuð um manndráp eftir atvikið, sem átti sér stað í lok nóvember. Sonur hennar, Aydin C sagði við fjölmiðla í Þýskalandi að móðir hans hafi verið örvæntingafull í kjölfar þess að súrefnisvélin hélt fyrir henni vöku í lengri tíma. Hún hafi einnig verið undir áhrifum lyfja og hafi ekki viljað skaða herbergisfélagann.

„Móðir mín gat ekki lokað augunum því súrefnisvélin í næsta rúmi gaf frá sér svo mikinn hávaða sem helst minnti á traktor.“

Gömul, hrum og í fangelsi

Hann sagði að móðir hans hafi aldrei gert neitt af sér.

„Nú er hún í fangelsi sem gömul og hrum kona með alvarleg hjartaveikindi. Ég er hræddur um að hún láti þarna lífið. Hún hefur enga hugmynd um hvað hún gerði.“

Aydin segir að móðir hans hafi veikst af Covid á fríi í heimalandi sínu, Tyrklandi, og hafði verið í slæmu andlegu ástandi þegar hún var lögð inn á sjúkrahúsið í Mannheim.

Starfsmenn á spítalanum munu hafa sagt Hatun til syndanna eftir að hún slökkti á vélinni í fyrra skiptið, en sonur hennar bendir á að móðir hans hafi ekki skilið það tiltal því hún talar bara tyrknesku.

„Mamma getur hvorki lesið né skrifað og hún talar bara tyrknesku. Hvernig átti hún að skilja fyrirlestur þýska hjúkrunarfræðingsins. Hún vissi heldur ekkert um vélar, annars hefði hún ekki gert þetta. Þeir hefðu geta fært móður mína í annað herbergi, í það minnsta hefði átt að hafa samband við okkur strax og þá hefði þetta aldrei gers.“

Getur ekki fyrirgefið

Aydin skilaði þó samúðarkveðju og afsökunarbeiðni til fjölskydu hinnar látnu. „Móðir mín var sjálf fórnarlamb aðstæðna á sjúkrahúsinu. Hún sér virkilega eftir þessu og biður um fyrirgefningu.“

Dóttir hinnar látnu gaf þó lítið fyrir afsökunarbeiðnina.

„Þessi kona drap líklegast móður mína. Ég get ekki fyrirgefið henni það.“

Nú stendur yfir réttarmeinarannsókn á Hilal til að ákvarða hvort Hatun hafi í raun og veru orsakað andlátið.

DailyMail greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni