fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Saltvatnið mikla hverfur á næstu fimm árum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef ekki verða miklar breytingar á vatnsnotkun mun Saltvatnið mikla, Great Salt Lake, í Utah hverfa á næstu fimm árum. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar þar sem kemur fram að þetta muni ógna vistkerfum og milljónir manna verða í hættu vegna eitraðs ryks sem er á botni vatnsins.

Washington Post skýrir frá þessu og segir að rannsóknin, sem var gerð undir forystu vísindamanna við Brigham Young háskólann, hafi leitt í ljóst að vatnsmagnið í vatninu hafi minnkað niður í 37% af því sem áður var.

Miklir þurrkar hafa verið í vesturhluta Bandaríkjanna um langa hríð og hafa loftslagsbreytingarnar aukið þá enn frekar og þar með hefur vatnsmagnið minnkað enn hraðar en vísindamenn höfðu spáð.

Vísindamennirnir segja að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til, dugi ekki til að bæta upp þá 40 milljarða gallona vatns sem vatnið hefur misst árlega síðan 2020. Þeir hvetja Utah og nærliggjandi ríki til að draga úr vatnsnotkun um þriðjung, að öðrum kosti stefni í óafturkræft hrun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu