Kaja skýrði frá þessu á Facebook og í framhaldinu fjallaði JydskeVestkysten um málið. Systkinin búa nærri Ribe á Jótlandi í Danmörku.
Í umfjöllun JydskeVestkysten um málið kemur fram að Kaja hafi hjálpað bróður sínum að hrista síðustu dropana úr fernunni. Þau urðu ekki lítið hissa þegar smokkur kom skyndilega út úr henni. Hún heyrði að smokkurinn, sem var að koma út úr fernunni, var ekki sá eini í henni. Tveir til viðbótar skiluðu sér út.
„Oj, hvað þetta er ógeðslegt. Þetta er svo ógeðslegt,“ hugsaði ég samstundis sagði hún og bætti við: „Ég var ansi reið. Hvar höfðu þessi smokkar verið og voru þeir notaðir? Milosz og ég höfðum drukkið allan safann úr fernunni. Okkur var mjög brugðið.“
Hún fór með fernuna í verslun Dagli‘Brugsen og ræddi við verslunarstjórann sem tók vel á móti henni og baðst afsökunar. Málið er nú til rannsóknar hjá Coop, sem rekur verslunina, en safinn er þeirra eigið vörumerki, framleitt af fyrirtæki í Hamborg í Þýskalandi.