fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Sex ára drengur skaut kennara sinn í kennslustofunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. janúar 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex ára drengur er í umsjá yfirvalda í Virginíu í Bandaríkjunum eftir að hann skaut kennara sinn í skólastofunni. Kennarinn, sem er kona, særðist alvarlega en er á batavegi.

CNN segir að samkvæmt því sem Steve Drew, lögreglustjóri, sagði á fréttamannafundi á föstudaginn þá hafi skotárásin ekki verið „tilviljun ein“.

Drew sagði að drengurinn hafi hleypt einu skoti af eftir að hafa rifist við kennarann.

Þessi hörmungaratburður átti sér stað í Richneck Elementary School í bænum Newport.

Á fréttamannafundinum sagði Drew að enn væri mörgum spurningum ósvarað um skotárásina og að næstu skref í henni séu að finna út hvar drengurinn fékk byssuna og hvað hafi gerst í aðdraganda árásarinnar.

Talið er að 44.000 dauðsföll í Bandaríkjunum á síðasta ári megi rekja til notkunar skotvopna. Um helmingur þeirra var morð, slys og sjálfsvörn en hinn helmingurinn var sjálfsvíg eftir því sem kemur fram í gagnabankanum Gun Violence Archive að sögn AFP.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni