CNN segir að samkvæmt því sem Steve Drew, lögreglustjóri, sagði á fréttamannafundi á föstudaginn þá hafi skotárásin ekki verið „tilviljun ein“.
Drew sagði að drengurinn hafi hleypt einu skoti af eftir að hafa rifist við kennarann.
Þessi hörmungaratburður átti sér stað í Richneck Elementary School í bænum Newport.
Á fréttamannafundinum sagði Drew að enn væri mörgum spurningum ósvarað um skotárásina og að næstu skref í henni séu að finna út hvar drengurinn fékk byssuna og hvað hafi gerst í aðdraganda árásarinnar.
Talið er að 44.000 dauðsföll í Bandaríkjunum á síðasta ári megi rekja til notkunar skotvopna. Um helmingur þeirra var morð, slys og sjálfsvörn en hinn helmingurinn var sjálfsvíg eftir því sem kemur fram í gagnabankanum Gun Violence Archive að sögn AFP.