Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni í Cornelius í Norður-Karólínu en hún leitar nú að 11 ára stúlku, Madalina að nafni. Eins og DV skýrði frá í síðustu viku þá hefur ekkert til hennar spurst síðan 23. nóvember en ekki var tilkynnt um hvarf hennar fyrr en 15. desember.
Fyrrgreind tilkynning lögreglunnar, sem var send út á föstudaginn, vakti töluverða athygli því með henni fylgdi mynd af umræddum bíl og af móður Madalina, Diana Cojocari.
Madison County er í um tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá heimili Madalina í Cornelius.
Í tilkynningunni hvetur lögreglan fólk til að hafa samband ef það hefur einhverjar upplýsingar sem geta varpað ljósi á málið.
Hvarf Madalina hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir þá sök að þrjár vikur liðu frá því að hún hvarf og þar til móðir hennar og stjúpfaðir tilkynntu um hvarf hennar. Þau voru handtekin tveimur dögum eftir að þau tilkynntu um hvarf hennar.