fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Nýjar upplýsingar varðandi hvarf hinnar 11 ára Madalina

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. janúar 2023 22:00

Hvar er Madalina?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við leitum að vitnum sem sáu þessa hvítu Toyota Prius eða þessa hvítu konu í Madison County á milli 22. nóvember og 15. desember.“

Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni í Cornelius í Norður-Karólínu en hún leitar nú að 11 ára stúlku, Madalina að nafni. Eins og DV skýrði frá í síðustu viku þá hefur ekkert til hennar spurst síðan 23. nóvember en ekki var tilkynnt um hvarf hennar fyrr en 15. desember.

Þrjár vikur liðu þar til tilkynnt var um hvarfið – „Foreldrarnir segja okkur greinilega ekki allt sem þau vita“

Fyrrgreind tilkynning lögreglunnar, sem var send út á föstudaginn, vakti töluverða athygli því með henni fylgdi mynd af umræddum bíl og af móður Madalina, Diana Cojocari.

Madison County er í um tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá heimili Madalina í Cornelius.

Í tilkynningunni hvetur lögreglan fólk til að hafa samband ef það hefur einhverjar upplýsingar sem geta varpað ljósi á málið.

Hvarf Madalina hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir þá sök að þrjár vikur liðu frá því að hún hvarf og þar til móðir hennar og stjúpfaðir tilkynntu um hvarf hennar. Þau voru handtekin tveimur dögum eftir að þau tilkynntu um hvarf hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana