Science Alert skýrir frá þessu og segir að hæðahryggurinn sé hluti af neðansjávarsvæði sem nefnist Papahanaumokakea sem er eitt stærsta friðaða hafsvæði heims. Það er stærra en allir bandarískir þjóðgarðar til samans.
Vísindamenn eru að rannsaka þetta stóra svæði og hafa meðal annars notað Nautilus til að sigla rétt yfir hafsbotninum, eða á um þriggja kílómetra dýpi.
„Þetta er vegurinn til Atlantis,“ heyrst einn vísindamannanna segja í myndbandinu þegar guli „múrsteinsvegurinn“ sést.
En þetta er nú líklega ekki manngerður múrsteinsvegur því miðað við skýringar vísindamannanna þá hefur þetta líklegast myndast af völdum „upphitunar“ og „kólnunar“ í tengslum við mörg neðansjávargos