fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Nokkrir spádómar um framtíðina sem reyndust vera rangir

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. janúar 2023 20:30

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur lengi fylgt mannkyninu að reynt hefur verið að spá fyrir um framtíðina. Sumt hefur ræst en flest hefur nú væntanlega ekki gengið eftir.

Sky News rifjaði nýlega upp nokkra spádóma um framtíðina sem ekki hafa ræst. Þetta er skemmtileg lesning og auðvelt að brosa út í annað yfir þeirri framtíðarsýn sem fólk hafði greinilega.

Internetið er bara stundarfyrirbæri

Á fyrstu dögum Internetsins höfðu ekki allir mikla trú á framtíð þess. Árið 1995 spáði Robert Metcalfe, stofnandi 3Com, Internetinu stuttu lífi og að það myndi hrynja 1996. Hann drakk þessi orð sín ofan í sig 1999 á International World Wide Web ráðstefnunni. Þar blandaði hann útprentun af þessum orðum sínum saman við vökva og drakk.

Fólk verður þreytt á sjónvarpi

Darryl Zanuck, kvikmyndaframleiðandi hjá 20th Century Fox í Hollywood, var sannfærður um að sjónvarpið yrði ekki langlíft. Árið 1946 sagðist hann að sjónvarpið myndi aldrei geta haldið neinum markaði í meira en sex mánuði. Fólk yrði fljótlega þreytt á að stara á viðarkassa á hverju kvöldi.

Tungl- og Marsferðir

Fyrir ekki svo löngu, eða 2010, sagði Eric Anderson hjá Space Adventures í samtali við Space.com að 2020 verði búið að senda almenna borgara í hringferð um tunglið. Elon Musk gekk enn lengra þetta sama ár og sagði að 2020 verði alvöru áætlanir tilbúnar um að senda fólk til Mars.

Kvefi verður útrýmt

Samkvæmt því sem Dr Lowry McDaniel, læknir, sagði 1955 þá áttu kvef og hnerri að heyra sögunni til um aldamótin. Við vitum nú örugglega öll að svo er ekki.

Fólk verður 150 ára

Árið 1974 sagði Bernard Strehler, líffræðingur, að ekki myndu líða mörg ár þar til fólk færi að ná 150 ára aldri og þyrfti samfélagið að búa sig undir þetta. Þetta hefur nú ekki enn ræst en hæsti aldur sem manneskja hefur náð er 122 ár að því er best er vitað. Það var Jeanne Louise Calment sem náði þessum aldri en hún lést 1997.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni