Fjarplánetan er nefnd Kepler-1658b. Hún fannst 2019 og er talin vera „heitur Júpíter“ en það þýðir að hún er svipuð að stærð og Júpíter en sjóðheit. Hún fer einn hring um stjörnuna sína á 3,85 dögum.
En þessi hringferð styttist sífellt því plánetan dregst sífellt nær stjörnunni. Þetta mun að lokum enda með að hún lendir í árekstri við stjörnuna og gjöreyðist.
CNN skýrir frá þessu og vísar í nýja rannsókn um þetta sem var birt nýlega í The Astrophysical Journal Letter.