Málið hefur að vonum vakið mikinn óhug í samfélaginu enda um sérstaklega hrottaleg morð að ræða. Um 75.000 manns búa í bænum. Mirror segir að grunur leiki á að fyrrum unnusti Edineueza hafi myrt mæðgurnar. Hann er jafnframt faðir Livia.
Það voru nágrannar sem kölluðu á lögregluna þremur dögum fyrir jól eftir að þeir tóku eftir „undarlegum hreyfingum“ á heimili mæðgnanna.
Edineueza er sögð hafa slitið sambandinu við barnsföður sinn fyrir um ári síðan en þau eru sögð hafa átt í samskiptum öðru hvoru síðan.
Lögreglan hefur ekki skýrt frá hugsanlegum ástæðum ódæðisverksins.
Brasilía er meðal þeirra tuttugu ríkja sem eru á vafasömum lista yfir hæstu morðtíðni heims. Þar eru að meðaltali framin 28 morð á hverja 100.000 íbúa.