fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Nágrannar tóku eftir „undarlegum hreyfingum“ – Mæðgur fundust afhöfðaðar í rúminu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. janúar 2023 22:30

Edineueza Carvalho Rodrigues

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur dögum fyrir jól fundust mæðgurnar Edineueza Carvalho Rodrigues, 24 ára, og dóttir hennar Livia Thauane, 7 ára, látnar á heimili sínu í Casa Nova í Bhaia í Brasilíu. Þær höfðu verið afhöfðaðar.

Málið hefur að vonum vakið mikinn óhug í samfélaginu enda um sérstaklega hrottaleg morð að ræða. Um 75.000 manns búa í bænum. Mirror segir að grunur leiki á að fyrrum unnusti Edineueza hafi myrt mæðgurnar. Hann er jafnframt faðir Livia.

Það voru nágrannar sem kölluðu á lögregluna þremur dögum fyrir jól eftir að þeir tóku eftir „undarlegum hreyfingum“ á heimili mæðgnanna.

Edineueza er sögð hafa slitið sambandinu við barnsföður sinn fyrir um ári síðan en þau eru sögð hafa átt í samskiptum öðru hvoru síðan.

Lögreglan hefur ekki skýrt frá hugsanlegum ástæðum ódæðisverksins.

Brasilía er meðal þeirra tuttugu ríkja sem eru á vafasömum lista yfir hæstu morðtíðni heims. Þar eru að meðaltali framin 28 morð á hverja 100.000 íbúa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær