Daily Mail segir að maðurinn hafi starfað sem hlaðmaður á vellinum. Af ókunnum ástæðum sogaðist hann inn í hreyfil á þotu frá American Airlines.
Þetta gerðist á Montgomeri Regional Airport.
Maðurinn starfaði hjá Piedmont Airlines sem er dótturfyrirtæki American Airlines.
Flugvellinum var lokað um hríð í kjölfar slyssins á meðan fulltrúar flugmála- og samgönguyfirvalda rannsökuðu vettvanginn og tildrög slyssins.