fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Hrinti þriggja ára stúlku á lestarteinana

Pressan
Mánudaginn 2. janúar 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband gengur nú um netheima sem sýnir hrottalegt augnablik þar sem kona hrindir þriggja ára gamalli stúlku niður á lestateina á lestarstöð í Oregon í Bandaríkjunum.

Sem betur fer voru viðstaddir fljótir að bregðast við og hjálpuðu litlu stúlkunni að komast af teinunum og slapp hún að mestu ómeidd þú hún hafi kvartað undan höfuðverk – enda lenti hún með hausinn á teinunum.

Konan sem hrinti stúlkunni hefur nú verið handtekin. Um er að ræða hina 32 ára gömlu Briönnu Lace Workman sem mun samkvæmt erlendum miðlum vera heimilislaus.

Saksóknarinn Mike Schimdt sagði í samtali við fjölmiðla: „Móðir og barn voru að bíða eftir MAX lest þegar Workman er sögð hafa hrint barninu, sem er þriggja ára, af pallinum niður á MAX lestarteinanna án nokkurrar ögrunar.

Barnið féll með andlitið á teinana og grjót áður en henni var snarlega bjargað af lestarteinunum. Barnið greindi frá sárum höfuðverk og hefur lítið rautt far á enninu eftir atvikið.“

Lögregla hefur farið fram á að Workman verði haldið í gæsluvarðhaldi þar til hún verður leidd fyrir dómara.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana