fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Fundu fjórar höfuðkúpur á flugvelli – Var pakkað inn í álpappír

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. janúar 2023 21:00

Þær sáust við gegnumlýsingu. Mynd:Mexíkóska þjóðvarðliðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórar höfuðkúpur af fólki fundust nýlega á Queretaro Intercontinental flugvellinum í miðhluta Mexíkó. Þeim hafði verið pakkað inn í álpappír og settar í pappakassa. Þær fundust við gegnumlýsingu að sögn þjóðvarðliðs landsins.

Sky News segir að höfuðkúpurnar hafi átt að fara til Bandaríkjanna. Þær höfðu verið sendar frá Michoacan, sem er við vesturströnd landsins, og áttu að fara til Manning í Suður-Karólínu.

Þjóðvarðliðið veitti ekki neinar upplýsingar um aldur höfuðkúpanna né annað þeim tengt né af hverju verið var að senda þær til Bandaríkjanna.

Heimilt er að flytja líkamsleifar fólks úr landi en til þess þarf sérstakt leyfi frá heilbrigðisyfirvöldum og þess hafði ekki verið aflað í þessu tilfelli.

Michoacan er meðal þeirra ríkja Mexíkó þar sem ofbeldisverk eru einna tíðust. Þar hefur Viagras eiturlyfjahringurinn lengi ráðið lögum og lofum í borginni Apatzingan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?