Sky News segir að höfuðkúpurnar hafi átt að fara til Bandaríkjanna. Þær höfðu verið sendar frá Michoacan, sem er við vesturströnd landsins, og áttu að fara til Manning í Suður-Karólínu.
Þjóðvarðliðið veitti ekki neinar upplýsingar um aldur höfuðkúpanna né annað þeim tengt né af hverju verið var að senda þær til Bandaríkjanna.
Heimilt er að flytja líkamsleifar fólks úr landi en til þess þarf sérstakt leyfi frá heilbrigðisyfirvöldum og þess hafði ekki verið aflað í þessu tilfelli.
Michoacan er meðal þeirra ríkja Mexíkó þar sem ofbeldisverk eru einna tíðust. Þar hefur Viagras eiturlyfjahringurinn lengi ráðið lögum og lofum í borginni Apatzingan.