fbpx
Mánudagur 05.desember 2022
Pressan

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 25. september 2022 06:10

Rue le Sueur 21 í París.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dögum saman hafði illa þefjandi reyk lagt frá húsinu við Rue le Sueur 21 sem er í virtu hverfi í París, ekki langt frá Sigurboganum. Að lokum gafst einn nágranninn, Marcais, upp og gekk yfir götuna til að hafa tal af húsráðanda til að kvarta.

Á hurðinni var miði sem á stóð: „Er í burtu í einn mánuð. Vinsamlegast áframsendið póst til Rue des Lombards nr. 18 í Auxerre“.

Síðari heimsstyrjöldin geisaði á þessum tíma og Þjóðverjar höfðu París á sínu valdi. Það kom því fyrir að borgarbúar fóru út á land til að vera lausir við hernámsliðið. Aðrir gengu til liðs við andspyrnuhreyfinguna. En þeir myndu varla skýra frá nýja heimilisfanginu á útidyrunum hugsaði Marcais með sér.

Svo voru auðvitað hinir sem komu aldrei aftur. Gyðingar og aðrir sem pössuðu ekki inn í heimsmynd nasista.

Dularfullt hús

Nágrannarnir höfðu ýmsar skoðanir á húsinu númer 21. Fólk kom og fór allan sólarhringinn. Aðallega á nóttunni og var þá oft með ferðatöskur með sér. Einnig höfðu kerrur og sendibílar ekið frá húsinu með kassa og fleira.

Marcais fannst undarlegt að enginn væri heima og hringdi í lögregluna. Fljótlega komu tveir lögreglumenn hjólandi á vettvang.

Marcai sagði þeim að Marcel Petiot, læknir, ætti húsið. Hann var með stofu á Rue Caumartin 66. Lögreglan hringdi þangað og Petiot svaraði. Hann spurði hvort lögreglumennirnir hefðu farið inn í húsið en því neituðu þeir. Petiot sagðist ætla að koma, yrði kominn eftir korter og bað þá um að aðhafast ekkert á meðan.

Á meðan beðið var eftir Petiot varð reykurinn sífellt þéttari. Lögreglan kallaði á slökkviliðið. Slökkviliðsmenn héldu að eldur væri kominn upp í arninum og fóru inn í húsið um glugga á annarri hæð.

Fljótlega komu þeir út, gráir í framan bak við svart sótið. Einn hallaði sér upp að húsveggnum og kastaði upp. Annar sagði við lögregluna: „Þið eigið viðbjóðslegt verk fyrir höndum!“

Það var ekki fyrr en inn í húsið var komið sem lögreglumennirnir skildu hvað slökkviliðsmaðurinn átti við. Í kjallaranum logaði glatt í stórum ofni. Hálfbrunninn mannshandleggur hékk út um lúguna. Í horninu var kolahrúga sem var blönduð með beinum og líkamshlutum.

Lögreglumennirnir urðu fljótlega að fara út til að fá ferskt loft og fá sér sígarettur til að róa taugarnar.

Í þessum ofni voru lík brennd.

 

 

 

 

 

 

Fyrir utan stoppaði reiðhjólamaður og spurði lögreglumann: „Ert þú sannur ættjarðarvinur?“ „Að sjálfsögðu,“ svaraði lögreglumaðurinn móðgaður.

„Þá skaltu vita að fólki sem var drepið í þessu húsi átti það skilið. Þetta voru Þjóðverjar, svikarar og föðurlandssvikarar.“ Síðan hjólaði maðurinn á brott.

Einn nágranninn spurði þá hvað Petiot hefði sagt en lögreglumaðurinn áttaði sig ekki á hvað hann meinti. „En maðurinn sem þú varst að tala við, það er Petiot!“ sagði nágranninn þá.

Hryllingsherbergið

Lögreglan rannsakaði húsið nú ítarlega. Þar fundust 15 kíló af brunnum mannabeinum, fimm kíló af mannshári og fötur fullar af mannvistarleifum. Þessar leifar voru of litlar til að hægt væri að bera kennsl á þær.

Einnig fannst mikið magn af klóróformi, strikníni, heróíni og morfíni. Húsið var að auki kjaftfullt af kössum og töskum fullum af skartgripum, pelsum, listaverkum og öðrum verðmætum.

Við hlið móttökuherbergis, fyrir sjúklinga, fann lögreglan lítið hljóðeinangrað herbergi. Á einum veggnum voru tveir málmkrókar. Á veggnum beint á móti var gægjugat.

Teikning af húsaskipaninni.

 

 

 

 

 

 

Líklega hafði Petiot deyft eða svæft fórnarlömb sín, farið með þau inn í herbergið og hlekkjað við vegginn áður en hann sprautaði eitri í þau. Síðan gat hann horft á fólkið deyja í gegnum gægjugatið.

Í skúrnum fannst djúp gryfja. Á botninum var kalklag og fleiri líkamshlutar. Lögreglan komst að þeirri niðurstöður að Petiot hefði myrt fólk í litla herberginu. Síðan hafi hann hlutað líkin í sundur og lagt í kalkið í gryfjunni svo kalkið myndi soga vökva úr líkamshlutunum. Að lokum hafði hann brennt þurrkaða líkamshluta í ofninum í kjallaranum.

Raðmorðingi

Það var ljóst að hér var um raðmorðingja að ræða, mann sem hafði tugi mannslífa á samviskunni. En lögreglan var engu nær um af hverju Petiot hafði gert þetta.

En síðan komst hún að því að 1943 hafði Petiot verið handtekinn af Þjóðverjum. Hann var grunaður um að vera meðlimur í hópi sem hjálpaði fólki að flýja frá Frakklandi. Eftir nokkurra daga fangavist með tilheyrandi yfirheyrslum og pyntingum var honum sleppt án nokkurra skýringa.

Stjórnandi rannsóknar lögreglunnar taldi að Petiot hefði dottið niður á mun ábatasamari vinnu en að selja fíkniefni, stunda þjófnað eða framkvæma ólöglegar fóstureyðingar. Þetta var flóttamannastraumurinn frá Frakklandi. Það skýrði verðmætin í húsinu. Örvæntingarfullir gyðingar voru reiðubúnir til að greiða hvað sem var til að sleppa frá nasistum.

Gryfjan í skúrnum.

 

 

 

 

 

 

 

Yfirheyrslur yfir vitnum studdu þessa kenningu. Einn nágranni sagðist hafa séð þegar fjölmörgum ferðatöskum var staflað upp á vörubíl utan við hús Petiot. Hún mundi nafnið á fyrirtækinu, sem átti vörubílinn. Lögreglan fann kvittun fyrir þessu verkefni hjá fyrirtækinu og hljóðaði hún upp á flutning á 47 ferðatöskum til lestarstöðvar þar sem töskurnar voru sendar áfram með járnbrautarlest.

En enn var þetta bara kenning lögreglunnar, engin haldbær sönnunargögn höfðu fundist.

En þá gaf Jean Gouedo sig fram. Þegar nasistar byrjuðu að handtaka gyðinga í París 1941 keypti Gouedo pelsverslun af gyðingnum Joachim Guschinow. Hann sagði Gouede að Petiot ætlaði að koma honum og eiginkonu hans úr landi. Fyrir það greiddu þau honum 25.000 franka. Á móti átti Petiot að útvega þeim vegabréf, leyfi til að fara úr landi og vegabréfsáritun til Argentínu. „Læknirinn ætlar einnig að bólusetja okkur!“ sagði Guschinow.

Petiot hafði sagt honum að losa sig við öll skilríki, ljósmyndir og merkimiða á fatnaðinum. Hann átti að pakka öllum verðmætum sínum niður í tvær ferðatöskur og koma síðan heim til Petiot þegar myrkur væri skollið á.

Marcel Petiot

 

 

 

 

 

Eiginkona Joachim Guschinow fylgdi honum að húsinu og kvaddi hann þar þann 2. Janúar 1942. Það var í síðasta sinn sem hún sá hann.

Hún hafði samband við Petiot eftir tvo mánuði en þá beið hún enn eftir að heyra frá eiginmanni sínum til sönnunar fyrir að hann hefði komist heill á húfi til Argentínu. Petiot sýndi henni póstkort frá Argentínu þar sem Joachim hafði skrifað að hún ætti að selja allar eigur sínar og mæta hjá Petiot með alla peningana sína til að hún gæti líka komist úr landi. En hún gerði það ekki og það varð henni líklegast til lífs.

Doktor Satan

Haustið 1944 birti dagblaðið Résistance grein um Petiot. Hann beit á agnið og svaraði greininni. Þar með vissi lögreglan að hann væri á meðal áskrifenda blaðsins. Hún var einnig með rithönd hans og gat borið saman við svar hans.

Rannsóknin leiddi lögregluna til kapteins Henri Valeri. Þrátt fyrir dulnefnið og alskeggið bar lögreglan kennsl á Petiot og var hann handtekinn 31. október 1945 á neðanjarðarlestarstöð í París. Hann var með rúmlega 30.000 franka á sér, skammbyssu og 50 fölsuð persónuskilríki.

Réttarhöld hófust í mars 1946. Fjöldi vitna kom fyrir dóm og sagði frá á sama hátt og frú Guschinow. Gyðingar og aðrir höfðu komið heim til Petiot með peninga og verðmæti. Þar átti að bólusetja fólkið til að ferðin til Suður-Ameríku hæfist.

En fólkið komst aldrei lengra. Það endaði í litla herberginu, dauðaherberginu.

Marcel Petiot á leið í réttarsal.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Petiot hélt því fram að aðeins Þjóðverjar, föðurlandssvikarar og aðrir óvinir Frakklands hefðu endað daga sína þar. Flóttafólkið hefði komist í öryggi í Suður-Ameríku.

Þegar saksóknarinn spurði hann af hverju enginn hefði heyrt frá þeim svaraði hann: „Suður-Ameríka er stór!“

Petiot var fundinn sekur um 26 morð og var dæmdur til dauða. Talið er að hann hafi myrt tvisvar sinnum fleiri ef ekki enn fleiri en það.

Hann var tekinn af lífi í maí 1946. Allt fram á síðustu stundu staðhæfði hann að hann hefði bara drepið óvini Frakklands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af
Pressan
Í gær

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19
Pressan
Fyrir 2 dögum

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norska lögreglan undirbýr sig fyrir hörmungar – Varnarbúnaður gegn geislavirkni settur í alla lögreglubíla

Norska lögreglan undirbýr sig fyrir hörmungar – Varnarbúnaður gegn geislavirkni settur í alla lögreglubíla
Pressan
Fyrir 5 dögum

Var numin á brott fyrir 51 ári – Hitti foreldra sína á nýjan leik nýlega

Var numin á brott fyrir 51 ári – Hitti foreldra sína á nýjan leik nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hið raunverulega Leðurfés – Skrímslið með merkti fórnarlömb sín með ryðguðum nöglum til að tryggja að þau myndu aldrei gleyma

Hið raunverulega Leðurfés – Skrímslið með merkti fórnarlömb sín með ryðguðum nöglum til að tryggja að þau myndu aldrei gleyma
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kærastan mín er ólétt en hún veit ekki að ég er ófrjór – Hvað á ég að gera?

Kærastan mín er ólétt en hún veit ekki að ég er ófrjór – Hvað á ég að gera?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hetjudáð afans – Bjargaði fimm ára dreng frá þriggja metra kyrkislöngu

Hetjudáð afans – Bjargaði fimm ára dreng frá þriggja metra kyrkislöngu