fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Slæmar fréttir fyrir foreldra Madeleine McCann

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 20. september 2022 15:36

Gerry og Kate McCann. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar Madeleine McCann fengu slæmar fréttir í dag er Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði úrskurðaði í máli þeirra gegn portúgölskum fyrrum rannsóknarlögreglumanni. Kate og Gerry McCann kærðu Gonçalo Amaral fyrir meiðyrði en hann gaf til kynna að þau hafi átt aðild að hvarfinu í bók sinni um málið, Truth of the Lie. 

Árið 2015 dæmdi portúgalskur dómstóll foreldrunum í vil og var Amaral gert að borga þeim skaðabætur. Hann áfrýjaði dómnum og tveimur árum síðar snér hæstiréttur Portúgal dómnum við. Þá ákváðu Kate og Gerry að leita til Mannréttindadómstólsins. Þau sögðu að réttur þeirra til sanngjarna réttarhalda hafi ekki verið virtur af portúgölskum dómstólum, sem og réttur þeirra til einkalífs og tjáningarfrelsis.

Í umfjöllun Reuters um málið kemur fram að Mannréttindadómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að portúgölskum dómstólum hafi ekki mistekist að virða réttindi McCann-hjónanna. Þá segir dómstóllinn að ásakanir hjónanna hafi verið illa á rökum reistar.

Madeleine McCann hvarf þann 3. maí árið 2007, þegar hún var aðeins þriggja ára gömul, úr sumarleyfisíbúð í Algarve í Portúgal. Síðan þá hefur ekkert til hennar spurst. Fyrr á þessu ári var greint frá því að þýska lögreglan hafi fundið ný gögn sem hjálpuðu við rannsókn málsins og að barnaníðingurinn Christian B. væri grunaður um að hafa numið Madeleine á brott og orðið henni að bana.

Lesa meira: Er þetta vendipunkturinn í máli Madeleine McCann? Segja að ný sönnunargögn hafi fundist

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt