fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Pressan

Jarðarförin ,,öryggismartöð“ og mörg ár í undirbúningi – Valdamesta og tignasta fólks heims á sömu fermetrunum – Þekkir þú fólkið á myndinni?

pressan
Mánudaginn 19. september 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjaldan hafa hefur annað eins magn af bláu blóði verið á sömu fermetrunum en við jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar í dag.

Um er að ræða fyrst opinberu jarðarför í Bretlandi frá jarðarför Winston Churchill árið 1965.

Leiðtogalaust á einu bretti

Hefði jörðin undir Westminster Abbey opnast og gleypt guðshúsið meðan á athöfninni stóð hefði stór hluti leiðtoga og ráðamanna heimsins horfið á einu bretti.

Um 2000 fyrirmönnum var boðið til athafnarinnar, þar af fimm hundruð þjóðhöfðingjum, bæði kóngafólki og lýðræðislega kosnum leiðtogum. Meðal hinna hinna síðarnefndu við athöfnina var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og kona hans, Eliza Reid.

Á þessari mynd má sjá rjómann af evrópsku kóngafólki. Það er ekki oft að jafn margir þeirra kónga og drottninga, sem enn ráða ríkjum í Evrópu, nást saman á mynd. Er því gráupplagt að rifja upp hver er hver í kóngakreðsunni.

1. Beatrix prinsessa af Hollandi 2. Maxima Hollandsdrottning 3. Willem-Alexander Hollandskonunur 4. Silvía Svíadrottning 5. Karl Gústaf Svíakonungur 6. Friðrik, krónprins Danmerkur. 7. Margrét Danadrottning 8. Haraldur Noregskonungur 9. Sonja Noregsdrottning 10. Sofía Spánardrottingi 11. Juan Carlos Spánarkonungur 12. Letizia Spánardrottning 13. Felipe Spánarkonngr 14. Simeon keisari af Búlgaríu 5. Charlene prinsessa af Mónakó 16. Albert prins af Mónakó 17. Maria Teresa hertogaynja af Lúxemborg 18. Henri hertogi af Lúxemborg 19. Mathilde drottning af Belgíu 20. Philippe konungur af Belgíu 21. Radu prins af Rúmeníu  22. Margrareta af Rúmeníu 23. Marie-Chantal krónprinsessa af Grikklandi 24. Pavlos krónprins af Grikklandi 25. Sophie prinsessa af Liechtenstein 26. Alois prins af Liechtenstein .

Öryggismartöð

Samansafn slíks hefðarfólks er mesta áskorun sem löggæsluyfirvöld í Bretlandi hafa staðið frammi fyrir  og stærsta verkefni á sviði öryggismála sem þarlend stjórnvöld hafa tekist á við.

Aldrei í sögu þjóðarinnar hafði verið gripið til viðlíks viðbúnaðar og við öryggisgæslu á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012 en umgjörðin við jarðarförina er margföld á við Ólympíuleikana. Um er að ræða stærsta verkefni Lundúnalögreglu frá upphafi.

Hefur orðið  ,,öryggismartröð” ítrekað heyrst enda stóðu yfirvöld frammi fyrir því snúna verkefni að verða við kröfum erlendra ríkja um öryggi leiðtoga sinna en á sama tíma að gefa almenningi tækifæri á að vera virkir þátttakendur í sorgarferlinu.

Biden notar ekki strætó

Eðlilega var ekki gefið upp hvernig valdamenn heimsins voru ferjaðir til Westminster Abbey en vitað er að engan veginn var mannskapur til að veita einstaklingum á við Bandaríkjaforseta þá vernd og lögreglufylgd sem þeir eru vanir í opinberum heimsóknum. Upphaflega stóð til að flytja  heimsleiðtogana að kirkjunni í hópbifreiðum en bandaríska leyniþjónustan var fljót að þvertaka fyrir að Biden tæki rútu.

Þess má geta að Guðni forseti og Eliza sátu tveimur röðum fram en Biden og frú í Westminster Abbey.

Guðni og Eliza í góðum hóp í kirkjunni. Bandaríkjaforseti er tveimur röðum aftar. Mynd/Getty

Borgarstjóri London, Sadiq Khan, sagði fyrr í vikunni að væri London maraþonið, öll konungleg brúðkaup, Ólympíuleikarnir og Lundúnakarnivalið sett saman í einn viðburð væri hugsanlega hægt að bera slíkan viðburð saman  við jarðarförina.

Aftur á móti ber til þess að líta að jarðarförin, nefnd ,,Operation London Bridge”, hefur verið i undirbúningi í áratugi og með aðkomu fjölda aðila og stofnana. Það má segj að hver einasta sekúnda dagsins hafi verið undirbúin og var allt ferlið samþykkt af drottningunni sálugu sem átti stóran þátt í undirbúningi eigin jarðarfarar.

Auk þess að tryggja öryggi konungsfjölskyldu og gesta þurfti að huga að samgöngum, salernisaðstöðu og læknisaðstoð fyrir almenning, svo fátt eitt sé nefnt.

Nú að jarðarför lokinni er trúlegt að margir andi léttar enda gekk allt eins og í sögu. Talið er að um fjórir milljarðar manna hafi fylgst með athöfninni í sjónvarpi.

Það er helmingur mannkyns.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Dart klessti á loftstein í gærkvöldi – Var á 22.530 km hraða

Dart klessti á loftstein í gærkvöldi – Var á 22.530 km hraða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kyrktar og „pakkað saman“ – Morðinginn náðist 32 árum síðar

Kyrktar og „pakkað saman“ – Morðinginn náðist 32 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að fjögurra daga vinnuvika geti dregið úr framfærslukostnaði

Segja að fjögurra daga vinnuvika geti dregið úr framfærslukostnaði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óbeinar reykingar og óbeinar, óbeinar, reykingar

Óbeinar reykingar og óbeinar, óbeinar, reykingar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Heyrði eiginkonu sína tala í svefni – Lét lögregluna strax vita hvað hún sagði

Heyrði eiginkonu sína tala í svefni – Lét lögregluna strax vita hvað hún sagði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta eru nokkur snemmbúin merki um elliglöp

Þetta eru nokkur snemmbúin merki um elliglöp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ganga er góð fyrir heilsuna og hröð ganga er enn betri

Ganga er góð fyrir heilsuna og hröð ganga er enn betri