fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Pressan

Harry niðurlægður og sár eftir að hann fékk ekki að bera fangamark Elísabetar ömmu sinnar á minningarvaktinni

pressan
Sunnudaginn 18. september 2022 11:23

Barnabörn Elísabetar röðu sér í kring um kistu hennar Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry prins er eyðilagður eftir minningarvakt barnabarna Elísabetar drottningar sem fram fór í gær samkvæmt heimildum Daily Mail en ástæðan er sú að ólíkt ættingjum sínum fékk hann ekki að bera fangamark Elísabetar ömmu sinnar á minningarvakt sem barnabörn hennar stóðu  gær.

Minningarvaktin, sem er aldagömul hefð,  fór fram í Westminster Hall þar sem líkkista Elísabetar II drottningar hefur verið hýst undanfarna daga til þess að gefa þegnum hennar kost að votta henni virðingu sína. Barnabörnin, átta talsins með Vilhjálm prins og Harry í broddi fylkingar, stóðu í þögn í kringum kistuna í 15  mínútur á meðan stöðugur straumur gesta lagði leið sína að kistunni til að votta drottningunni virðingu sína.

Harry fékk undanþágu til þess að klæðast herklæðum við athöfnina en það hefur hann ekki mátt síðan að hann og eiginkona hans, Meghan Markle, sögðu sig frá öllum sínum konunglegu skyldum árið 2020.  Talsvert hefur verið fjallað um að Harry hefur klæðst borgaralegum klæðnaði á öllum viðburðum í tengslum við útför drottningarinnar undanfarna daga en í gær fékk hann að bregða út af vananum og var það af ósk föður hans, Karls konungs.

Harry á minningarvökunni

Hins vegar var tekin sú ákvörðun að fangamark drottningarinnar ER, sem stendur fyrir Elizabeth Regina, var tekið af herklæðum Harrys sem kom honum í talsvert uppnám samkvæmt frétt Daily Mail. Er Harry sagður hafa íhugað fram á síðustu stundu að koma áfram fram í borgaralegum klæðum enda upplifði hann sig niðurlægðan.

Í strangasta skilningi er fangamark drottningarinnar aðeins á búningi þeirra sem starfa í þjónustu drottningarinnar. Í ljósi þeirrar hefðar er það skiljanlegt að fangamarkið hafi ekki verið á herbúningi Harrys en uppnám hans er tilkomið vegna þess að hinn umdeildi Andrés prins, sem sömuleiðis sinnir ekki lengur konunglegum skyldum út af hneykslismálum, fékk að halda fangamarkinu á sínum búningi á minningarvakt barna drottningar sem fram fór á föstudagskvöldið.

Ekkert fer framhjá bresku pressunni og fjarvera fangamarksins olli Harry víst miklu uppnámi

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Dart klessti á loftstein í gærkvöldi – Var á 22.530 km hraða

Dart klessti á loftstein í gærkvöldi – Var á 22.530 km hraða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kyrktar og „pakkað saman“ – Morðinginn náðist 32 árum síðar

Kyrktar og „pakkað saman“ – Morðinginn náðist 32 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að fjögurra daga vinnuvika geti dregið úr framfærslukostnaði

Segja að fjögurra daga vinnuvika geti dregið úr framfærslukostnaði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óbeinar reykingar og óbeinar, óbeinar, reykingar

Óbeinar reykingar og óbeinar, óbeinar, reykingar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Heyrði eiginkonu sína tala í svefni – Lét lögregluna strax vita hvað hún sagði

Heyrði eiginkonu sína tala í svefni – Lét lögregluna strax vita hvað hún sagði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta eru nokkur snemmbúin merki um elliglöp

Þetta eru nokkur snemmbúin merki um elliglöp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ganga er góð fyrir heilsuna og hröð ganga er enn betri

Ganga er góð fyrir heilsuna og hröð ganga er enn betri