fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
Pressan

Leynileg aðgerð lögreglunnar misheppnaðist skelfilega – Upptakan sögð vera hræðileg

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 17. september 2022 07:00

Húsið sem konan var send í af lögreglunni - Mynd/AP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leynileg aðgerð sem lögreglan í borginni Alexandria í Louisiana fylki í Bandaríkjunum lét framkvæma á dögunum hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum. Ástæðan fyrir því er sú að þessi aðgerð misheppnaðist skelfilega en hún endaði með grófu kynferðisofbeldi.

Lögreglan hafði fengið konu til að gera sér ferð í greni fíkniefnasala. Konan var með falda myndavél og hljóðnema á sér og átti að kaupa amfetamín af fíkniefnasalanum, hinum 48 ára gamla Antonio D. Jones. Þrátt fyrir að lögreglan hafði komið fyrir myndavél og hljóðnema á konunni þá var hún tengd hvorugu og gat því hvorki heyrt né séð hvað var í gangi í rauntíma. Þegar konan sem um ræðir fór inn til Antonio vissi lögreglan því ekkert hvað var í raun og veru í gangi.

Það átti eftir að reynast slæmt því Antonio átti eftir að fremja miklu verri glæp en sölu á fíkniefnum. Þegar konan kom inn hótaði Antonio henni og neyddi hana til að veita sér munmök, tvisvar sinnum. Í umfjöllun AP um málið kemur fram að Antonio hafi meira að segja hætt ofbeldinu í stutta stund til þess að selja öðrum manni fíkniefni, eftir það hafi hann svo haldið því áfram.

Á meðan Antonio braut á konunni sat í grennd við húsið, grunlaus um það hvað var í gangi. Það var ekki fyrr en konan komst sjálf út úr húsinu sem lögreglan komst að því hvað hafði gerst en myndavélin og hljóðneminn höfðu tekið upp allt ofbeldið. Lögreglan fór í kjölfarið inn í húsið og handtók Antonio.

Lögreglumaður sem sá upptökuna segir í samtali við AP að það hafi verið hræðilegt, með því versta sem hann hafi séð. „Bara hljóðið í henni er nóg til að láta þig fá illt í magann. Það er verið að misþyrma konu kynferðislega á meðan hún grætur,“ er haft eftir lögreglumanninum sem vildi ekki koma fram undir nafni. Hann segir þá að á meðan konan grét hafi Antonio hótað henni.

Antonio hefur verið ákærður fyrir brot sín og mun hann svara fyrir þau fyrir dómi þann 17. október næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók þvottabjörn með á hamingjustund á barnum – Það endaði illa

Tók þvottabjörn með á hamingjustund á barnum – Það endaði illa
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Sögulega erfiðar aðstæður“ – Danir mega eiga von á fyrirvaralausu rafmagnsleysi í vetur

„Sögulega erfiðar aðstæður“ – Danir mega eiga von á fyrirvaralausu rafmagnsleysi í vetur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa fundið líkamsleifar drengsins 58 árum eftir morðið

Telja sig hafa fundið líkamsleifar drengsins 58 árum eftir morðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Særðust í skotárás í Svíþjóð

Særðust í skotárás í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fötluð unglingsstúlka myrt á hrottalegan hátt í skólanum sínum

Fötluð unglingsstúlka myrt á hrottalegan hátt í skólanum sínum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari sagður hafa drepið nemanda sinn vegna stafsetningarvillu

Kennari sagður hafa drepið nemanda sinn vegna stafsetningarvillu