fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Pressan

Hryllilegt mál fyrir rétti – Ákærð fyrir morð á konu og barni hennar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. september 2022 21:00

Taylor Rene Parker. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn hófust réttarhöld í New Boston í Texas í Bandaríkjunum yfir Taylor Rene Parker, 29 ára, sem er ákærð fyrir að hafa myrt Regan Michelle Simmons-Hancock, 21 árs, og barn hennar.

ABC News og fleiri miðlar skýra frá þessu. Fram kemur að það hafi verið í október 2020 sem Taylor réðst á Regan sem var langt gengin með barn sitt. Taylor stakk hana rúmlega 100 sinnum. En þar með var níðingsverkinu ekki lokið því Taylor risti kvið Regan upp og tók barnið.

Kelley Crisp, saksóknari, segir að Taylor hafi ekki viljað verða móðir, þetta hafi hins vegar átt að koma í veg fyrir að unnusti hennar færi frá henni. Hún sagði kviðdómi að í tíu mánuði hafi Taylor þóst vera barnshafandi. Hún falsaði gögn um það og skrifaði um meðgönguna á samfélagsmiðlum. Á sama tíma var hún að leita að fórnarlambi.

Crisp sagði einnig að Taylor væri „leikari af bestu gerð, þar sem lygar og svik voru daglegt brauð og enduðu með morði“.

Eftir morðið ók Taylor með barnið á sjúkrahús. Barnið lést skömmu eftir komuna þangað. Taylor er því einnig ákærð fyrir morð á barninu sem og mannrán.

Hún gat ekki sjálf orðið barnshafandi. Að sögn vitna hafði hún reynt að greiða staðgöngumóður 100.000 dollara og hafði sagt unnusta sínum að þau myndu eignast barn. Degi eftir að barnið þeirra átti að koma í heiminn, eftir því sem hún sagði unnusta sínum, myrti hún Regan.

Taylor neitar sök. Ef hún verður sakfelld á hún dauðadóm eða ævilangt fangelsi yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Dart klessti á loftstein í gærkvöldi – Var á 22.530 km hraða

Dart klessti á loftstein í gærkvöldi – Var á 22.530 km hraða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kyrktar og „pakkað saman“ – Morðinginn náðist 32 árum síðar

Kyrktar og „pakkað saman“ – Morðinginn náðist 32 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að fjögurra daga vinnuvika geti dregið úr framfærslukostnaði

Segja að fjögurra daga vinnuvika geti dregið úr framfærslukostnaði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óbeinar reykingar og óbeinar, óbeinar, reykingar

Óbeinar reykingar og óbeinar, óbeinar, reykingar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Heyrði eiginkonu sína tala í svefni – Lét lögregluna strax vita hvað hún sagði

Heyrði eiginkonu sína tala í svefni – Lét lögregluna strax vita hvað hún sagði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta eru nokkur snemmbúin merki um elliglöp

Þetta eru nokkur snemmbúin merki um elliglöp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ganga er góð fyrir heilsuna og hröð ganga er enn betri

Ganga er góð fyrir heilsuna og hröð ganga er enn betri