fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
Pressan

Segist vera fyrsti sonur Karls konungs og hótar að fara í mál – „Ef þú ert ekki faðir minn, sannaðu það þá“

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 15. september 2022 21:00

Karl konungur. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Simon Charles Dorante-Day er 56 ára gamall karlmaður sem býr í Queensland, Ástralíu en hann telur sig vera óskilgetin son Karls Bretakonungs og Kamillu Parker-Bowles. Simon heldur því fram að hann hafi verið getinn árið 1965 af Karli, sem þá var 17 ára, og Kamillu, eiginkonu konungsins, sem þá var 18 ára gömul. Simon segist sannfærður um að hann sé konungsborinn en hann hefur nú hótað því að fara með málið fyrir dómstóla til að sanna það.

Simon fæddist í Bretlandi í apríl árið 1966. Hann var ættleiddur í Portsmouth í Bretlandi af fjölskyldu starfaði meðal annars fyrir hirð Elísabetar drottningar. Karl og Kamilla eru sögð hafa hitt hvort annað  í fyrsta skipti árið 1970 en Simon heldur því fram að kynni þeirra hafi í raun hafist í jarðarför fyrrum forsætisráðherra Bretlands, Winston Churchill. Hann segir að þau hafi ruglað saman reitum í kjölfarið.

Í viðtali við 7 News segir Simon að hann ætli að krefjast þess að Karl konungur fari í DNA próf svo hægt sé að ganga úr skugga um það hvort Simon sé sonur hans eða ekki. „Karl fékk það sem hann vildi, hann fékk hásætið, hann fékk eiginkonuna sína, hann fékk allt. Nú er kominn tími á minn hamingjusamlega endi,“ segir Simon er hann deilir viðtalinu við sig á Facebook-síðu sinni.

Þá segist Simon hafa vonast eftir því að eitthvað myndi gerast í hans málum. „Ég er mjög vonsvikin að það gerðist ekkert, sérstaklega í ljósi þess hvað ég er búin að hafa mikið fyrir þessu,“ segir hann.

„Það minnsta sem Karl getur gert er að gefa mér svar, veita mér viðurkenningu,“ segir Simon sem er afar ósáttur með að Vilhjálmur, sonur Karls, hafi fengið titilinn „prinsinn af Wales“ í kjölfar andláts Elísabetar. „Mig langaði ekki að líða svona,“ segir hann. „Hann gefur Vilhjálmi svona titil en hvar er svarið mitt? Hvar er DNA prófið mitt? Ef þú ert ekki faðir minn, sannaðu það þá.“

Það verður að segjast eins og er að Karl er afar ólíklegur til þess að fara að taka DNA próf fyrir Simon af fúsum og frjálsum vilja. Það er verra fyrir Simon því hann getur í raun ekki farið dómstólaleiðina í Bretlandi þar sem Karl er konungur og því  yfir lögin hafinn.

Sérð þú líkindi með þessum meintu feðgum?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók þvottabjörn með á hamingjustund á barnum – Það endaði illa

Tók þvottabjörn með á hamingjustund á barnum – Það endaði illa
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Sögulega erfiðar aðstæður“ – Danir mega eiga von á fyrirvaralausu rafmagnsleysi í vetur

„Sögulega erfiðar aðstæður“ – Danir mega eiga von á fyrirvaralausu rafmagnsleysi í vetur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa fundið líkamsleifar drengsins 58 árum eftir morðið

Telja sig hafa fundið líkamsleifar drengsins 58 árum eftir morðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Særðust í skotárás í Svíþjóð

Særðust í skotárás í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fötluð unglingsstúlka myrt á hrottalegan hátt í skólanum sínum

Fötluð unglingsstúlka myrt á hrottalegan hátt í skólanum sínum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari sagður hafa drepið nemanda sinn vegna stafsetningarvillu

Kennari sagður hafa drepið nemanda sinn vegna stafsetningarvillu