fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Hvernig tókst honum að flýja úr gæslu lögreglunnar? – Leigði sendibíla til að flytja eigur sínar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. september 2022 21:00

Er kannski rétt að láta ofbeldismennina ganga með ökklaband?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The US Marshals Service og fleiri löggæslustofnanir standa nú frammi fyrir spurningum um hæfi þeirra eftir að höfuðpaurinn í stærsta hneykslismáli sögunnar hjá bandaríska flotanum flúði úr stofufangelsi. Ekki nóg með að honum tækist að flýja, honum tókst einnig að taka eigur sínar með en hann leigði sendibíla til að sækja þær heim til sín þar sem hann var í stofufangelsi.

The Guardian skýrir frá þess og segir að þegar lögreglumenn, frá US Marshals Service, komu heim til Leonard Francis, einnig þekktur sem „Fat Leonard“ sunnudaginn 04. september hafi þeir fundið staðsetningarbúnað, sem hann átti að hafa um ökklann, í húsinu en ekki Leonard. Hann var flúinn. Tímasetningin var kannski engin tilviljun því kveða átti upp dóm yfir honum tveimur vikum síðar. Þrír synir, hans sem bjuggu með honum, voru einnig horfnir.

Tilkynningar voru strax sendar til hafna, flugvalla og að landamærunum við Mexíkó um flóttann. Lögreglan telur að Leonard hafi þá þegar verið kominn úr landi.

Hann var handtekinn 2013 á hóteli í San Diego í aðgerð á vegum alríkislögreglunnar. Hann hafði játað sök hvað varðar umfangsmikla svikastarfsemi. Hann hafði dælt mat, áfengi og vændiskonum í yfirmenn hjá sjóhernum gegn því að herskip, allt upp í flugmóðurskip, væru send til þjónustu hjá Glenn Defense Marine Asia, sem er fyrirtæki í hans eigu í Singapore, til þjónustu og viðhalds.

Talið er að þetta hafi kostað sjóherinn 35 milljónum dollara meira en ella. Málið er þekkt sem „Fat Leonard hneykslið“ en þar er vísað til líkamsstærðar Leonard.

Gæslan í tengslum við stofufangelsi Leonard var mjög óvenjuleg. Hann var látinn laus úr fangelsi 2018 til að hann gæti farið í krabbameinsmeðferð. Einkafyrirtæki sá um að gæta hans og greiddi hann sjálfur fyrir gæsluna. Nokkur tilvik höfðu komið upp þar sem enginn öryggisvörður var að gæta hans þegar lögreglan kom í húsið.

Dagana áður en hann stakk af sáu nágrannar sendibíla koma og fara frá húsi hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn