fbpx
Fimmtudagur 01.desember 2022
Pressan

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. september 2022 22:30

Rétt er að forðast að borða pasta á kvöldin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvöldmaturinn er ein af aðalmáltíðum dagsins ef ekki aðalmáltíðin. Þess vegna er gott að hafa í huga að sumt er ekki gott að borða á kvöldin því þessi fæða getur haft áhrif á svefngæðin og valdið brjóstsviða og öðrum meltingarvandræðum.

Margir vita eflaust ekki hvernig þeir eiga að velja bestu fæðuna til að borða á kvöldin og það getur valdið því að það er of mikið af næringu í líkamanum sem getur haft neikvæð áhrif á svefninn og hvíldina.

Hér kemur listi yfir nokkrar fæðutegundir sem er gott að forðast að borða í kvöldmat.

Pasta er ein þessar fæðutegundar. Það þýðir ekki að þú eigir að hætta að borða pasta sem er mikilvæg uppspretta kolvetna og því getur verið gott að borða pasta á þeim tímum dagsins sem maður er virkur. En öðru máli gegnir á kvöldin þegar styttist í svefninn. Að borða pasta á kvöldin getur valdið óþægilegri og þungri tilfinningu í líkamanum og hún getur truflað þig þegar þú ætlar að slaka á. Hið mikla hitaeiningainnihald pasta hefur áhrif á efnaskipti líkamans og þyngdina.

Ís er eitthvað sem á að forðast að borða á kvöldin. Ís er auðvitað góður, að flestra mati, en hann er fituríkur, inniheldur sykur og viðbætt efni sem hafa áhrif á þyngdina og svefngæðin. Hann veldur því að maginn þenst út og hann örvar taugakerfið mikið. Þetta getur valdið brjóstsviða og auknu magni blóðsykurs.

Ostur og réttir sem innihalda ost eru ekki hættulegir heilsunni en geta valdið þungri tilfinningu í maganum og gert fólki erfitt fyrir við að sofa.

Krydd og salsa geta gert mat sérstaklega ljúffengan en sterkt krydd getur áreitt slímhimnurnar í maganum og aukið líkurnar á brjóstsviða og meltingarvandamálum. Ef krydd og salsa er borðað á kvöldin framleiðir líkaminn meiri magasýru sem getur síðan valdið brjóstsviða og verkjum í maga og þörmum.

Rautt kjöt og unnar kjötvörur er eitthvað sem á að neyta í hófi og gildir það allan daginn. Það er sérstaklega slæm hugmynd að borða rautt kjöt og unnar kjötvörur að kvöldi því prótínin í þeim geta gert meltinguna erfiða og valdið svefnvandamálum.

Blómkál er hollt og gott og hitaeiningasnautt. En það er best að sleppa því að borða það á kvöldin því það getur haft neikvæð áhrif á meltingarkerfið og valdið vandræðum í meltingarkerfinu. Bedre livsstil skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimurinn bíður – Hvað gerir Xi?

Heimurinn bíður – Hvað gerir Xi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn með djarfa geimáætlun

Vísindamenn með djarfa geimáætlun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að Bruce Lee hafi hugsanlega látist af völdum of mikillar vatnsdrykkju

Telja að Bruce Lee hafi hugsanlega látist af völdum of mikillar vatnsdrykkju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Helsjúkt loforð á brúðkaupsnótt átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar

Helsjúkt loforð á brúðkaupsnótt átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einn milljarður ungra einstaklinga gæti orðið fyrir heyrnartapi

Einn milljarður ungra einstaklinga gæti orðið fyrir heyrnartapi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hafa lagt hald á mörg tonn af kókaíni – Geta ekki eytt því

Hafa lagt hald á mörg tonn af kókaíni – Geta ekki eytt því