fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Koma fyrir rifflum í grunnskólum til að hægt verði að bregðast við byssumönnum

Pressan
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 15:30

Buddy Harwood

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Buddy Harwood, fógeti í Madison-sýslu í Norður-Karólínufylki hefur tekið til sinna ráða við að stemma stigu við skotárásum í skólum sem illu heilli hafa farið sem eldur um sinu um Bandaríkin undanfarin ár. Hann hefur í samráði við aðra embættismenn innleitt nýjar öryggisreglur í skólum sýslunnar en liður í þeim er að koma fyrir að minnsta kosti einum AR-15 rifli í hverjum skóla svo að hægt sé að grípa til vopna ef byssumaður ræðst til atlögu. Alls eru sex skólar í umdæmdi Harwood en í umfjöllun ABC fréttastofunnar kemur fram að byssurnar verði komið fyrir í læstum byssuskápum í skólunum.

Í umfjölluninni kemur fram að það hafi ekki síst verið skotárásin blóðuga í Uvalde í Texas-fylki sem hafi opnað augu skóla- og lögregluyfirvalda í Madison-sýslu að herða þyrfti á öryggisreglum. Haft er eftir Harwood að hann vilji að fulltrúar yfirvalda verði við öllu búnir ef slíkur atburður eigi sér stað í skólum Madison-sýslu. „Við viljum ekki þurfa að tapa tíma á því að hlaupa út í bíl til að ná í rifil,“ sagði Harwood. Hann sagðist ennfremur harma það að staðan væri orðin þessi en ekki væri hægt að loka augunum og halda að skotárás gæti ekki átt sér stað í sýslunni.

Ákvörðun fógetans hefur þó fallið í grýttan jarðveg meðal sumra íbúa sýslunnar sem telja að lausnin við skotárásum geti ekki verið að vopnvæða skólana.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“