fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
Pressan

Nágranninn reyndist vera pervert

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 8. ágúst 2022 17:30

Mynd: Kim Leary/SWNS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Leary, tveggja barna móðir frá borginni Chester í Englandi, komst nýlega að því að Craig Dunderdale, nágranninn hennar, hafði tekið yfir 50 myndir af henni í sólbaði án hennar vitneskju. Dunderdale var búinn að auka aðdrátt myndanna svo rass, brjóst og fætur Leary sæjust betur.

Myndirnar af Leary fundust þegar lögreglan gerði húsleit á heimili Dunderdale en hann geymdi myndirnar í tölvunni sinni. Ásamt þeim fundust yfir 1.500 aðrar kynferðislegar myndir og mikill fjöldi af barnaníðsefni.

Dunderdale var handtekinn vegna þessa og dæmdur í tíu mánaða fangelsi en honum hefur nú verið sleppt á reynslulausn, Leary til mikillar óánægju. „Mér líður eins og hann hafi komist upp með þetta. Þrátt fyrir að hann búi ekki hér lengur þá get ég ekki setið í garðinum mínum án þess að líða illa. Ég get ekki þurrkað út þessa minningu á meðan ég er hérna,“ segir hún í samtali við Daily Star.

„Ég vil bara að fólk viti hvað hann gerði. Fólkið sem býr í kringum hann núna gæti kannski ekki vitað hvað hann gerði. Hann eyðilagði líf mitt og hefur ennþá gríðarlega mikil áhrif á mig – hann gæti gert hið sama við einhverja aðra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bragðið af grænkáli fær ófædd börn til að gretta sig

Bragðið af grænkáli fær ófædd börn til að gretta sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný norræn rannsókn – Umhverfið hefur meiri áhrif en erfðir hvað varðar ristilkrabbamein

Ný norræn rannsókn – Umhverfið hefur meiri áhrif en erfðir hvað varðar ristilkrabbamein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að það séu 2,5 milljónir maura á hvern einasta jarðarbúa

Telja að það séu 2,5 milljónir maura á hvern einasta jarðarbúa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig hafa fundið líkamsleifar drengsins 58 árum eftir morðið

Telja sig hafa fundið líkamsleifar drengsins 58 árum eftir morðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Særðust í skotárás í Svíþjóð

Særðust í skotárás í Svíþjóð