fbpx
Fimmtudagur 18.ágúst 2022
Pressan

Fastur í bát sem hvolfdi í 16 klukkutíma

Rafn Ágúst Ragnarsson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 13:30

Skjáskot af YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frönskum siglingaáhugamanni var loks komið til bjargar eftir að hann var í 16 klukkutíma fastur á báti sem hafði hvolft. Maðurinn, sem er 62 ára gamall, sigldi af stað úr Lissabon sunnudagsmorguninn og var 23 km frá Sisargas-eyjum við strönd Galisíu í norðvesturhorni Spánar þegar hann sendi út neyðarmerki áttaleytið á mánudagskvöld. Þyrla fann bátinn, sem var þá á hvolfi, um nóttina og björgunarbátur með fimm kafara um borð staðfesti að maðurinn væri á lífi. Það var þó of dimmt og of mikill öldugangur til að koma honum út þannig að björgunarteymið batt blöðrur við bátinn til að hann héldist á floti og vonuðu að maðurinn lifði af nóttina.

Kafarar spænsku landhelgisgæslunnar sögðu við BBC að það hefði verið „nánast ómögulegt“ að hann lifði það af en næsta dag fundu kafarar hann í lofthólfi inni í bátnum, með vatn upp að hnjánum og klæddan í gúmmígalla. „Hann stakk sér í vatnið af eigin rammleik og kafaði út úr bátnum,“ sagði meðlimur viðbragðasveitar spænsku landhelgisgæslunnar við Sky News. Maðurinn var floginn á sjúkrahús en var útskrifaður stuttu seinna án vandræða.

„Hvert bjargað líf er stærstu verðlaunin okkar,“ sagði björgunarsveitin í tísti með myndbandi af afrekinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

600 mörgæsahræ rak á land eftir hræðilegan fellibyl

600 mörgæsahræ rak á land eftir hræðilegan fellibyl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulli „Herramaðurinn“ sem fannst í Norðursjónum – Hver var hann?

Dularfulli „Herramaðurinn“ sem fannst í Norðursjónum – Hver var hann?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira