fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Er brjáluð vegna „óforskammaðrar“ gjafar sem nágranninn skildi eftir við dyrnar hjá henni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona, sem býr í Charnwood í Leicestershire á Englandi, er vægast sagt ósátt við nágranna sinn og gjöfina sem hann skildi eftir við dyrnar hjá henni.

Konan skrifaði færslu um málið í Facebookhópinn „Spotted Rothley“ þar sem hún kvartaði undan gjöfinni. Daily Star skýrir frá þessu.

„Hver setti þetta við dyrnar mínar? Getur þú komið og sótt þetta?“ skrifaði hún og birti mynd af munnkörfu fyrir hund en hún var væntanlega ætluð fyrir hundinn hennar.

„Hundurinn minn hefur alls enga þörf fyrir þetta og ef þú ert að gefa í skyn að hundurinn minn gelti eða bíti, þá hefur þú mjög rangt fyrir þér. Einu skipti sem það heyrist í honum er þegar einhver bankar hjá mér,“ skrifaði hún og bætti við: „Þetta er mjög óforskammað og þú ættir kannski að endurmeta hvernig þú tekst á við vandamál sem ekki eru til staðar.“

Eins og alltaf voru margir reiðubúnir til að tjá sig um málið og margir þeirra gáfu í skyn að munnkarfan væri kannski ekki ætluðu hundinum heldur eiganda hans. „Kannski er hún fyrir eigandann sem talar meira en hann bítur?“ skrifaði einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“